Teitur kleif Mont Blanc í óveðri á sama tíma og þrír ítalskir fjallgöngumenn létu lífið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2018 13:08 Aðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni Björgunarmenn í Frakklandi hafa fundið lík þriggja ítalskra fjallgöngumanna, sem létu lífið í óveðri á Mont Blanc í fyrradag. Á sama tíma var fjallagarpurinn Teitur Þorkelsson að klífa fjallið ásamt bróður sínum. Þeir bræður ákváðu að fara niður af fjallinu áður en óveðrið kæmist í hámark. Í fyrradag voru bræðurnir Teitur og Baldur Helgi Þorkelssynir staddir á Mont Blanc du Tacul. Þegar þeir komu að örmjóum hrygg skall á mikið óveður þar sem þeir festust á eftir hægfara göngugörpum. „Við göngum af stað þennan hrygg en þá er komin mikil þoka. Það verður alltaf hvassara og hvassara. Svo þegar við erum komnir hálfa leið upp á hrygginn þá lendum við fyrir aftan annan hóp göngumanna sem eru alveg rosalega hægfara og stífla leiðina. Við vorum farnir að skríða á fjórum fótum til að skýla okkur“ segir Teitur Þorkelsson.Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniÞá segir Teitur að vegna þess hve mjór hryggurinn er hafi ekki verið unnt að taka fram úr næstu mönnum og því þurftu þeir að bíða á hryggnum í um hálftíma. „Ég myndi ekki vilja fara fram úr einhverju fólki í svona veðri. Þetta er ein mjó 40 cm lína sem þú getur gengið á. Svo ef þú ferð út fyrir hana þá ert þú í hættu staddur. Svo vill maður ekki fara framúr einhverju liði sem er greinilega ekki í fullu formi,“ segir Teitur. Þrír Ítalir létust á svæðinu í gær en Teitur var var við björgunarteymi sem hann segir að hafi flogið ört á milli staða. Hann segir fólk hafa klifið af stað þrátt fyrir vonskuveður. „Þegar við vorum á leiðinni niður eftir að veðrið var byrjað, þá sjáum við að fólk er á leiðinni upp þrátt fyrir snjókomu og vonskuveður. Maður hugsaði bara, hvað er folk að pæla. Þeir bræður eru komnir í smábæ í Sviss og hyggjast reyna við hærri fjöll á næstu dögum. Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniAðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Björgunarmenn í Frakklandi hafa fundið lík þriggja ítalskra fjallgöngumanna, sem létu lífið í óveðri á Mont Blanc í fyrradag. Á sama tíma var fjallagarpurinn Teitur Þorkelsson að klífa fjallið ásamt bróður sínum. Þeir bræður ákváðu að fara niður af fjallinu áður en óveðrið kæmist í hámark. Í fyrradag voru bræðurnir Teitur og Baldur Helgi Þorkelssynir staddir á Mont Blanc du Tacul. Þegar þeir komu að örmjóum hrygg skall á mikið óveður þar sem þeir festust á eftir hægfara göngugörpum. „Við göngum af stað þennan hrygg en þá er komin mikil þoka. Það verður alltaf hvassara og hvassara. Svo þegar við erum komnir hálfa leið upp á hrygginn þá lendum við fyrir aftan annan hóp göngumanna sem eru alveg rosalega hægfara og stífla leiðina. Við vorum farnir að skríða á fjórum fótum til að skýla okkur“ segir Teitur Þorkelsson.Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniÞá segir Teitur að vegna þess hve mjór hryggurinn er hafi ekki verið unnt að taka fram úr næstu mönnum og því þurftu þeir að bíða á hryggnum í um hálftíma. „Ég myndi ekki vilja fara fram úr einhverju fólki í svona veðri. Þetta er ein mjó 40 cm lína sem þú getur gengið á. Svo ef þú ferð út fyrir hana þá ert þú í hættu staddur. Svo vill maður ekki fara framúr einhverju liði sem er greinilega ekki í fullu formi,“ segir Teitur. Þrír Ítalir létust á svæðinu í gær en Teitur var var við björgunarteymi sem hann segir að hafi flogið ört á milli staða. Hann segir fólk hafa klifið af stað þrátt fyrir vonskuveður. „Þegar við vorum á leiðinni niður eftir að veðrið var byrjað, þá sjáum við að fólk er á leiðinni upp þrátt fyrir snjókomu og vonskuveður. Maður hugsaði bara, hvað er folk að pæla. Þeir bræður eru komnir í smábæ í Sviss og hyggjast reyna við hærri fjöll á næstu dögum. Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniAðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni
Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira