Fótbolti

Stórt tap hjá Rúrik og félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúrik í leik með Sandhausen í fyrra.
Rúrik í leik með Sandhausen í fyrra. vísir/getty

Rúrik Gíslason og félagar í Sandhausen steinlágu fyrir Hamburg á heimavelli í annari umferð þýsku B-deildarinnar í fótbolta í dag.

Hamburg féll í fyrsta skipti í sögunni úr efstu deild síðasta vor og því ljóst að um erfitt verkefni var að ræða fyrir Sandhausen.

Khaled Narey kom gestunum yfir strax á 7. mínútu og Rick van Drongelen bætti öðru markinu við áður en flautað var til hálfleiks.

Narey gerði svo út um leikinn í seinni hálfleik, lokatölur 3-0 fyrir Hamburg.

Rúrik var í byrjunarliði Sandhausen en var tekinn út af þegar korter var eftir af leiknum.

Sandhausen er á botni deildarinnar eftir tvær umferðir með fimm mörk í mínus.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.