Hafa þungar áhyggjur af nautkálfum sem ganga lausir á Vatnsleysuströnd Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 21:45 Virgill Scheving Einarsson Vísir/GVA Sjö mánaða nautkálfar sluppu úr girðingu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatnsleysuströnd snemma á föstudagsmorgun. Eigendur kálfanna hafa þungar áhyggjur af þeim og biðla til þeirra sem kynnu að koma auga á kálfana að hafa samband við lögreglu. Virgill Scheving Einarsson á tvær jarðir, Efri-Brunnastaði og Skjaldarkot, á Vatnsleysuströnd. Sonur hans stundar þar búskap en honum voru gefnir tveir kálfar í mars. Virgill segir kálfana hafa verið inni í vetur en í vor hafi fjölskyldan lánað þá Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ. Kálfunum var svo skilað í vikunni en sonur Virgils og tengdadóttir voru þá stödd úti á Spáni. Kálfarnir voru ekki settir í hólf þegar komið var með þá aftur á bæinn heldur var þeim komið fyrir í girðingu með hestum og sluppu þaðan út. „Síðan eru þessir kálfar búnir að vera að angra lögreglu í Reykjanesbæ. Þeir hafa farið suður í Voga, upp á Reykjanesbraut og þeir eru búnir að fara tíu kílómetra meðfram henni. Það hafa stoppað bílar, kálfarnir eru mannelskir, og margir hafa viljað hjálpa og gera eitthvað. En það hefur legið við stórárekstrum vegna þeirra,“ segir Virgill í samtali við Vísi.Annar skjöldóttur og hinn rauður Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að sést hefði til kálfa á Reykjanesbraut við Voga í gærmorgun, að því er Vísir hefur eftir varðstjóra. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið en Virgill segir kálfana enn týnda. Hann gerir ráð fyrir að þeir hafi farið í áttina að Reykjavík og haldi sig líklega fjallamegin við Reykjanesbraut. „Þetta eru nautkálfar sem sonur minn ætlar að ala upp og slátra næsta vor. Þeirra er sárt saknað, eins óskum við eftir því að þeir sem eru á ferð um Reykjanesbrautina og sjá þessa kálfa á flækingi, að þeir hringi í okkur, hvort sem það er nótt eða dagur,“ segir Virgill. „Annar er skjöldóttur en hinn er rauður. Þeir eru sjö mánaða gamlir, feitir og pattaralegir.“ Dýr Lögreglumál Vogar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Sjö mánaða nautkálfar sluppu úr girðingu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatnsleysuströnd snemma á föstudagsmorgun. Eigendur kálfanna hafa þungar áhyggjur af þeim og biðla til þeirra sem kynnu að koma auga á kálfana að hafa samband við lögreglu. Virgill Scheving Einarsson á tvær jarðir, Efri-Brunnastaði og Skjaldarkot, á Vatnsleysuströnd. Sonur hans stundar þar búskap en honum voru gefnir tveir kálfar í mars. Virgill segir kálfana hafa verið inni í vetur en í vor hafi fjölskyldan lánað þá Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ. Kálfunum var svo skilað í vikunni en sonur Virgils og tengdadóttir voru þá stödd úti á Spáni. Kálfarnir voru ekki settir í hólf þegar komið var með þá aftur á bæinn heldur var þeim komið fyrir í girðingu með hestum og sluppu þaðan út. „Síðan eru þessir kálfar búnir að vera að angra lögreglu í Reykjanesbæ. Þeir hafa farið suður í Voga, upp á Reykjanesbraut og þeir eru búnir að fara tíu kílómetra meðfram henni. Það hafa stoppað bílar, kálfarnir eru mannelskir, og margir hafa viljað hjálpa og gera eitthvað. En það hefur legið við stórárekstrum vegna þeirra,“ segir Virgill í samtali við Vísi.Annar skjöldóttur og hinn rauður Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að sést hefði til kálfa á Reykjanesbraut við Voga í gærmorgun, að því er Vísir hefur eftir varðstjóra. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið en Virgill segir kálfana enn týnda. Hann gerir ráð fyrir að þeir hafi farið í áttina að Reykjavík og haldi sig líklega fjallamegin við Reykjanesbraut. „Þetta eru nautkálfar sem sonur minn ætlar að ala upp og slátra næsta vor. Þeirra er sárt saknað, eins óskum við eftir því að þeir sem eru á ferð um Reykjanesbrautina og sjá þessa kálfa á flækingi, að þeir hringi í okkur, hvort sem það er nótt eða dagur,“ segir Virgill. „Annar er skjöldóttur en hinn er rauður. Þeir eru sjö mánaða gamlir, feitir og pattaralegir.“
Dýr Lögreglumál Vogar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira