Tveir tugir athugasemda í síðara samráði um umferðarlög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Heimilt verður að takmarka umferð eftir bílnúmerum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Samráði um drög að nýjum umferðarlögum lauk um helgina. Alls bárust 22 umsagnir um frumvarpið sem lúta að hinum ýmsu öngum þess. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að sveitarstjórnir eða Vegagerðin geti um stundarsakir bannað umferð á vegi eða svæði sé mengun yfir heilsufarsmörkum.Ein þeirra leiða sem lagðar eru til er að þá verði bílum með bílnúmerum sem enda á oddatölu, eða eftir atvikum sléttri tölu, bannað að aka um svæðið um stundarsakir. Í umsögn Viðskiptaráðs er bent á að slík útfærsla geti við tilteknar aðstæður haft öfug áhrif. Einnig sé auðvelt fyrir fólk að komast í kringum bannið með því að eiga tvo bíla, annan með oddatölunúmeri en hinn með sléttu. Lagt er til að í staðinn verði rafræn tollahlið tekin í notkun og rafræn gjaldtaka fyrir ekna kílómetra. Í sameiginlegri umsögn Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins er fundið að því að gildistími ökuskírteina verði skertur. Einnig er sett út á það að ökunemum verði gert skylt að sækja um námsheimild hjá lögreglustjóra áður en kennsluakstur getur hafist. Í umsögn Strætó er síðan lagt til að heimilt verði að setja reiðhjólafestingar framan og aftan á strætisvagna. Slíkt sé til þess fallið að auka möguleika almennings á að tengja saman vistvæna ferðamáta. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Samráði um drög að nýjum umferðarlögum lauk um helgina. Alls bárust 22 umsagnir um frumvarpið sem lúta að hinum ýmsu öngum þess. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að sveitarstjórnir eða Vegagerðin geti um stundarsakir bannað umferð á vegi eða svæði sé mengun yfir heilsufarsmörkum.Ein þeirra leiða sem lagðar eru til er að þá verði bílum með bílnúmerum sem enda á oddatölu, eða eftir atvikum sléttri tölu, bannað að aka um svæðið um stundarsakir. Í umsögn Viðskiptaráðs er bent á að slík útfærsla geti við tilteknar aðstæður haft öfug áhrif. Einnig sé auðvelt fyrir fólk að komast í kringum bannið með því að eiga tvo bíla, annan með oddatölunúmeri en hinn með sléttu. Lagt er til að í staðinn verði rafræn tollahlið tekin í notkun og rafræn gjaldtaka fyrir ekna kílómetra. Í sameiginlegri umsögn Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins er fundið að því að gildistími ökuskírteina verði skertur. Einnig er sett út á það að ökunemum verði gert skylt að sækja um námsheimild hjá lögreglustjóra áður en kennsluakstur getur hafist. Í umsögn Strætó er síðan lagt til að heimilt verði að setja reiðhjólafestingar framan og aftan á strætisvagna. Slíkt sé til þess fallið að auka möguleika almennings á að tengja saman vistvæna ferðamáta.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent