Omarosa í vandræðum vegna upptöku Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 12:07 Omarosa Manigault Newman. Vísir/AP Omarosa Manigault Newman. fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hún opinberaði upptökur sem hún tók í Hvíta húsinu. Minnst eina slíka tók hún í einu mikilvægasta herbergi Hvíta hússins en bannað er að fara þar inn með síma eða önnur raftæki. Sjálf segir Omarosa að hún hafi tekið upp ýmis samtöl með því markmiði að „verja sig“. „Þú verður að verja eigið bak, því annars lítur þú við og sérð 17 rýtinga í bakinu á þér,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. Talið er að hún hafi brotið bæði öryggis- og siðferðisreglur Hvíta hússins með upptökunum. Hún gæti þó hafa stungið sjálfa sig í bakið.Segir Trump rasista Omarosa er nú í kynningarherferð til að kynna nýja bók sína og hefur hún verið í fjölda viðtala. Hún hefur sagt Trump vera rasista og hann segir hana vera skítseiði. Ein upptakan hefur verið opinberuð en á henni má heyra John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins reka Omarosa. Sú upptaka var tekin í ástands-herbergi Hvíta hússins, sem á að vera eitt þeirra öruggustu innan hússins. Bannað er að fara með raftæki þar inn og er það að fara með síma þar inn og taka upp samtöl í sjálfu sér brottrekstrarsök. Stórar ákvarðanir eru teknar í ástandsherberginu og fara viðkvæmar umræður þar fram.Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja eina af ástæðum þess að Kelly valdi ástandsherbergið svokallaða til að segja Omarosu upp vera að marga starfsmenn Hvíta hússins grunaði að hún væri að taka upp samtöl. Hann hefði því valið herbergi þar sem bannað væri að hafa raftæki.Einkasímar víða bannaðir Á upptökunni má heyra Kelly segja að hann hafi áhyggjur af því sem hann hafi heyrt um Omarosu. Hún hefði brotið reglur og því væri hann að segja henni upp. Hún segir Kelly hafa hótað sér undir rós og hún hefði tekið samtalið upp til að sanna það. Á upptökunni má heyra Kelly segja að ef hún fari ekki með góðu móti gæti það reynst henni erfitt. Eftir að hún var rekin hafa einkasímar starfsmanna verið bannaðir í stórum hluta Hvíta hússins. Ned Price, fyrrverandi talsmaður þjóðaröryggisráðs Barack Obama, segir í samtali við AP að hann hafi aldrei heyrt af því að einhver hafi brotið svo gróflega gegn reglum Hvíta hússins áður. Upptökur Omarosu séu án fordæmis. Hann segir sömuleiðis að ekki sé leitað á fólki við komuna í ástandsherbergið hins vegar séu skilti þar fyrir utan sem geri öllum ljóst að raftæki eru bönnuð þar.Price sagði einnig að það væri verulega óvenjulegt að Kelly hefði valið að eiga áðurnefnt samtal í ástandsherberginu. Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Omarosa Manigault Newman. fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hún opinberaði upptökur sem hún tók í Hvíta húsinu. Minnst eina slíka tók hún í einu mikilvægasta herbergi Hvíta hússins en bannað er að fara þar inn með síma eða önnur raftæki. Sjálf segir Omarosa að hún hafi tekið upp ýmis samtöl með því markmiði að „verja sig“. „Þú verður að verja eigið bak, því annars lítur þú við og sérð 17 rýtinga í bakinu á þér,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. Talið er að hún hafi brotið bæði öryggis- og siðferðisreglur Hvíta hússins með upptökunum. Hún gæti þó hafa stungið sjálfa sig í bakið.Segir Trump rasista Omarosa er nú í kynningarherferð til að kynna nýja bók sína og hefur hún verið í fjölda viðtala. Hún hefur sagt Trump vera rasista og hann segir hana vera skítseiði. Ein upptakan hefur verið opinberuð en á henni má heyra John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins reka Omarosa. Sú upptaka var tekin í ástands-herbergi Hvíta hússins, sem á að vera eitt þeirra öruggustu innan hússins. Bannað er að fara með raftæki þar inn og er það að fara með síma þar inn og taka upp samtöl í sjálfu sér brottrekstrarsök. Stórar ákvarðanir eru teknar í ástandsherberginu og fara viðkvæmar umræður þar fram.Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja eina af ástæðum þess að Kelly valdi ástandsherbergið svokallaða til að segja Omarosu upp vera að marga starfsmenn Hvíta hússins grunaði að hún væri að taka upp samtöl. Hann hefði því valið herbergi þar sem bannað væri að hafa raftæki.Einkasímar víða bannaðir Á upptökunni má heyra Kelly segja að hann hafi áhyggjur af því sem hann hafi heyrt um Omarosu. Hún hefði brotið reglur og því væri hann að segja henni upp. Hún segir Kelly hafa hótað sér undir rós og hún hefði tekið samtalið upp til að sanna það. Á upptökunni má heyra Kelly segja að ef hún fari ekki með góðu móti gæti það reynst henni erfitt. Eftir að hún var rekin hafa einkasímar starfsmanna verið bannaðir í stórum hluta Hvíta hússins. Ned Price, fyrrverandi talsmaður þjóðaröryggisráðs Barack Obama, segir í samtali við AP að hann hafi aldrei heyrt af því að einhver hafi brotið svo gróflega gegn reglum Hvíta hússins áður. Upptökur Omarosu séu án fordæmis. Hann segir sömuleiðis að ekki sé leitað á fólki við komuna í ástandsherbergið hins vegar séu skilti þar fyrir utan sem geri öllum ljóst að raftæki eru bönnuð þar.Price sagði einnig að það væri verulega óvenjulegt að Kelly hefði valið að eiga áðurnefnt samtal í ástandsherberginu.
Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira