Fótbolti

Sigríður Lára á leið til Noregs?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Landsliðskonan Sigríður Lára gæti verið á leið í atvinnumennsku
Landsliðskonan Sigríður Lára gæti verið á leið í atvinnumennsku vísir/ernir
Landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir gæti gengið til liðs við topplið norsku úrvalsdeildarinnar á næstu dögum. Fótbolti.net greinir frá þessu.

Sigríður Lára hefur verið lykilmaður í liði ÍBV síðustu ár, hennar uppeldisfélagi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Hún er 24 ára og á sínu tíunda tímabili í meistaraflokk.

Eyjakonan fór til Noregs í morgun til þess að skoða aðstæður hjá Lilleström sem situr á toppi norsku deildarinnar. Liðið er með tólf stiga forskot á Klepp í 2. sæti þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu.

„Hún er að skoða aðstæður og það er kominn viss grunnur í viðræðum. Þetta getur samt ennþá farið í báðar áttir," hefur Fótbolti.net eftir Jóni Óla Daníelssyni, íþróttafulltrúa ÍBV.

Sigríður Lára á að baki 13 A-landsleiki og var í hópnum sem fór á EM í Hollandi síðasta sumar.


Tengdar fréttir

Stefnan er sett á að fara út

Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði markið sem tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn í annað sinn. Hún hefur tekið stórt stökk fram á við og er orðin fastamaður í íslenska landsliðinu. Stefnan er sett á atvinnumennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×