„Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 12:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu hleypur fyrir gigtveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu. Vísir/Vilhelm Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu greindist með liðagigt í lok síðasta árs aðeins 23 ára gömul og var það mikið áfall. Í fyrstu óttaðist hún að fótboltaferillinn væri í húfi en lét þó ekkert stoppa sig og stundar íþróttina enn af fullum krafti. Sigríður Lára tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safnar áheitum fyrir Styrktarsjóð gigtveikra barna. „Ég var með öll einkennin og læknirinn sá alveg strax hvað þetta var,“ segir Sigríður Lára um greininguna í samtali við Vísi. „Bólgnir fingur, ég fékk stundum í mjaðmirnar þannig að ég gat ekki labbað og það var svo farið að dreifast um líkamann.“ Sigríður Lára segir að í köstunum hafi hún verið hætt að geta hreyft sig. „Ég er náttúrulega í fótbolta þannig að það var mjög erfitt.“ Hún vann bikarmeistaratitil með ÍBV á síðasta ári, var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2017 og stóð sig líka ótrúlega vel með landsliðinu. Veikindin komu svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sigríður Lára segir að greiningin hafi verið áfall, sérstaklega þar sem hún vissi lítið um sjúkdóminn. „Ég hugsaði: „Get ég einhvern tímann spilað aftur fótbolta?“ Það voru margar hugsanir sem fóru í gegnum hugann.“Missti af landsleikjum Hún þurfti að taka sér stutt hlé frá fótboltanum eftir greininguna sem var henni ekki auðvelt. „Ég þurfti að taka hlé þegar ég greindist og var að byrja á lyfjunum. Þá þurfti ég að hvíla aðeins frá bolta og missti af tveimur landsliðsverkefnum. Það var mjög leiðinlegt og erfitt. Maður þarf bara að vera jákvæður. Þetta klárlega styrkir mann að ganga í gegnum svona mótlæti.“ Sigríði Láru gengur vel í dag og nær að halda einkennum liðagigtarinnar niðri með lyfjagjöf. „Ég fór svo mjög fljótlega á líftæknilyf svo ég fer í lyfjagjöf á átta vikna fresti og tek önnur lyf með. Þetta heldur þessu alveg niðri og ég get spilað og æft og er bara einkennalaus eins og er. Það er ótrúlega gott að geta gert það sem maður elskar og spilað fótbolta. Svo er búið að vera nóg að gera í sumar svo það er bara gaman.“Sigríður Lára tekst á við veikindin með jákvæðnina að vopni.Úr einkasafniLætur ekkert stoppa sig Sennilega mun Sigríður Lára þurfa að fara í þessa lyfjagjöf út ævina. Hún fær lyfin í æð og tekur hver lyfjagjöf tvær til þrjár klukkustundir. Hún ákvað að safna fyrir Styrktarfélag gigtveikra barna og vekja í leiðinni athygli á sjúkdómnum. „Það vita ekki allir hvað þetta er. Ég vissi það sjálf ekki. Fólk kannast ekki alveg við þetta þannig að ég vildi endilega fá að taka þátt og safna einhverri upphæð.“ Þegar Sigríður Lára greindist vissi hún ekki að börn og ungt fólk gætu fengið gigt. „Ég hugsaði með mér: „ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt.“ Maður er hraustur og hefur alltaf verið í íþróttum og ég hugsa vel um mig þannig að þetta kom svona sem sjokk fyrir mig og fólkið í kringum mig, þetta kom öllum á óvart.“ Hún segir að stuðningur fjölskyldu og vina hafi hjálpað henni að takast á við þessi veikindi. „Ég er líka ótrúlega metnaðarfull og ef ég ætla mér að gera eitthvað þá geri ég það.“ Sigríður Lára horfir bjartsýn til framtíðarinnar. „Það mun ekkert stoppa mig.“Hægt er að heita á Sigríði Láru á síðunni Hlaupastyrkur. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu greindist með liðagigt í lok síðasta árs aðeins 23 ára gömul og var það mikið áfall. Í fyrstu óttaðist hún að fótboltaferillinn væri í húfi en lét þó ekkert stoppa sig og stundar íþróttina enn af fullum krafti. Sigríður Lára tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safnar áheitum fyrir Styrktarsjóð gigtveikra barna. „Ég var með öll einkennin og læknirinn sá alveg strax hvað þetta var,“ segir Sigríður Lára um greininguna í samtali við Vísi. „Bólgnir fingur, ég fékk stundum í mjaðmirnar þannig að ég gat ekki labbað og það var svo farið að dreifast um líkamann.“ Sigríður Lára segir að í köstunum hafi hún verið hætt að geta hreyft sig. „Ég er náttúrulega í fótbolta þannig að það var mjög erfitt.“ Hún vann bikarmeistaratitil með ÍBV á síðasta ári, var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2017 og stóð sig líka ótrúlega vel með landsliðinu. Veikindin komu svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sigríður Lára segir að greiningin hafi verið áfall, sérstaklega þar sem hún vissi lítið um sjúkdóminn. „Ég hugsaði: „Get ég einhvern tímann spilað aftur fótbolta?“ Það voru margar hugsanir sem fóru í gegnum hugann.“Missti af landsleikjum Hún þurfti að taka sér stutt hlé frá fótboltanum eftir greininguna sem var henni ekki auðvelt. „Ég þurfti að taka hlé þegar ég greindist og var að byrja á lyfjunum. Þá þurfti ég að hvíla aðeins frá bolta og missti af tveimur landsliðsverkefnum. Það var mjög leiðinlegt og erfitt. Maður þarf bara að vera jákvæður. Þetta klárlega styrkir mann að ganga í gegnum svona mótlæti.“ Sigríði Láru gengur vel í dag og nær að halda einkennum liðagigtarinnar niðri með lyfjagjöf. „Ég fór svo mjög fljótlega á líftæknilyf svo ég fer í lyfjagjöf á átta vikna fresti og tek önnur lyf með. Þetta heldur þessu alveg niðri og ég get spilað og æft og er bara einkennalaus eins og er. Það er ótrúlega gott að geta gert það sem maður elskar og spilað fótbolta. Svo er búið að vera nóg að gera í sumar svo það er bara gaman.“Sigríður Lára tekst á við veikindin með jákvæðnina að vopni.Úr einkasafniLætur ekkert stoppa sig Sennilega mun Sigríður Lára þurfa að fara í þessa lyfjagjöf út ævina. Hún fær lyfin í æð og tekur hver lyfjagjöf tvær til þrjár klukkustundir. Hún ákvað að safna fyrir Styrktarfélag gigtveikra barna og vekja í leiðinni athygli á sjúkdómnum. „Það vita ekki allir hvað þetta er. Ég vissi það sjálf ekki. Fólk kannast ekki alveg við þetta þannig að ég vildi endilega fá að taka þátt og safna einhverri upphæð.“ Þegar Sigríður Lára greindist vissi hún ekki að börn og ungt fólk gætu fengið gigt. „Ég hugsaði með mér: „ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt.“ Maður er hraustur og hefur alltaf verið í íþróttum og ég hugsa vel um mig þannig að þetta kom svona sem sjokk fyrir mig og fólkið í kringum mig, þetta kom öllum á óvart.“ Hún segir að stuðningur fjölskyldu og vina hafi hjálpað henni að takast á við þessi veikindi. „Ég er líka ótrúlega metnaðarfull og ef ég ætla mér að gera eitthvað þá geri ég það.“ Sigríður Lára horfir bjartsýn til framtíðarinnar. „Það mun ekkert stoppa mig.“Hægt er að heita á Sigríði Láru á síðunni Hlaupastyrkur.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira