Lífið

Rekinn úr flugi og segir flugfélagið vera rasískt

Bergþór Másson skrifar
Rapparinn YG er frá Compton, sama bæ og hljómsveitin N.W.A og stórstjarnan Kendrick Lamar.
Rapparinn YG er frá Compton, sama bæ og hljómsveitin N.W.A og stórstjarnan Kendrick Lamar.
Rapparinn YG var rekinn úr flugi American Airlines fyrir ölvun í morgun og birti í kjölfarið myndband af sér á Twitter þar sem hann ásakar flugfélagið um rasisma.

„Þau ráku mig úr fluginu, þau sögðu að ég væri fullur, ég er eins edrú og hægt er að vera“ segir YG í myndbandinu.

YG er einn vinsælasti rappari Bandaríkjanna og er hann ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum. Eitt vinsælasta lag hans heitir meðal FDT, sem er skammstöfun á: „Fuck Donald Trump.“

American Airlines svaraði rapparanum á Twitter og segja að „í okkar menningu eiga samskipti við viðskiptavini eða starfsmenn að einkennast af gagnkvæmri virðingu“ og biðja hann um að hafa samband í einkaskilaboðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×