Innlent

Ákærð fyrir meiri háttar skattalagabrot

Sveinn Arnarsson skrifar
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur

Kona á Norðurlandi hefur verið ákærð af héraðssaksóknara fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum vegna rekstrar byggingafélags á árunum 2010-2012.

Konan, sem var daglegur stjórnandi fyrirtækisins, stóð ekki skil á virðisaukaskattskýrslum fyrirtækisins á lögmætum tíma á þessum árum og stóð ekki skil á virðisaukaskatti á sama tímabili sem nam rúmum 16 milljónum króna. Konan stóð heldur ekki skil á staðgreiðslu sem haldið var eftir af launum starfsmanna allan þennan tíma. Nam staðgreiðsla starfsmanna um níu milljónum króna.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra á næstu dögum. Konan getur átt yfir höfði sér þunga refsingu, verði hún fundin sek.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.