Sjaldgæfur hvítur hrossagaukur spókar sig um í Vestmannaeyjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. ágúst 2018 08:30 Hrossagaukurinn hleypti ljósmyndara nálægt. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Þetta er hrossagaukur og þetta er albínói,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um alhvíta fuglinn sem varð á vegi Óskars P. Friðrikssonar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Sjálfur kveðst Ólafur aldrei hafa séð hrossagauk sem var albínói. „Þeir eru mjög sjaldgæfir,“ segir hann. „Ég man ekki eftir hrossagauk sem algjörum hvítingja. Ég hef séð hrossagauk þar sem vantar litarefni í þá en þetta virðist vera alger hvítingi.“ Ólafur segir að um fullvaxinn hrossagauk sé að ræða. Fátítt sé að fuglar sem eru albínóar komist upp og verði kynþroska því litarleysið geri þeim erfitt fyrir. „Þeir standa höllum fæti; eiga erfitt með að leynast af því að þeir eru ekki í felubúningi eins og félagar þeirra og leynast ekki á hreiðri,“ útskýrir hann. Óskar P. Friðriksson kom auga á hrossagaukinn og náði myndum af fuglinum þar sem hann spígsporaði nærri runnum við Hamarsveg í byggðinni vestast á Heimaey. „Fuglinn var rólegur og komst ég upp að honum, allt að einum og hálfum metra,“ segir Óskar. Hann hafi heyrt að albínóar hafi áður komið úr hreiðri hrossagaukspars við Vestmannaeyjaflugvöll. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
„Þetta er hrossagaukur og þetta er albínói,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um alhvíta fuglinn sem varð á vegi Óskars P. Friðrikssonar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Sjálfur kveðst Ólafur aldrei hafa séð hrossagauk sem var albínói. „Þeir eru mjög sjaldgæfir,“ segir hann. „Ég man ekki eftir hrossagauk sem algjörum hvítingja. Ég hef séð hrossagauk þar sem vantar litarefni í þá en þetta virðist vera alger hvítingi.“ Ólafur segir að um fullvaxinn hrossagauk sé að ræða. Fátítt sé að fuglar sem eru albínóar komist upp og verði kynþroska því litarleysið geri þeim erfitt fyrir. „Þeir standa höllum fæti; eiga erfitt með að leynast af því að þeir eru ekki í felubúningi eins og félagar þeirra og leynast ekki á hreiðri,“ útskýrir hann. Óskar P. Friðriksson kom auga á hrossagaukinn og náði myndum af fuglinum þar sem hann spígsporaði nærri runnum við Hamarsveg í byggðinni vestast á Heimaey. „Fuglinn var rólegur og komst ég upp að honum, allt að einum og hálfum metra,“ segir Óskar. Hann hafi heyrt að albínóar hafi áður komið úr hreiðri hrossagaukspars við Vestmannaeyjaflugvöll.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira