Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Aðalheiður Ámundadóttir og Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Reisa á þriðja knatthúsið á svæði FH-inga. Málið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum í Hafnarfirði Fréttablaðið/GVA Fulltrúar minnihluta í Hafnarfirði eru mjög ósáttir vegna þeirrar stefnubreytingar sem varð í stóra knatthúsamáli bæjarins í síðustu viku þegar ákveðið var á fundi bæjarráðs að bærinn keypti öll þrjú knatthús Fimleikafélags Hafnarfjarðar á 790 milljónir og FH-ingar stæðu sjálfir að byggingu nýs knatthúss á eigin kostnað og ábyrgð. Á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær lögðu fulltrúar minnihlutans fram fjölda fyrirspurna vegna málsins en fyrir liggur að kaup bæjarins á mannvirkjunum hafa það markmið að gera félaginu mögulegt að byggja nýtt knatthús. Meðal annars er vísað til þess að félagið hafi fengið eitt húsanna að gjöf frá bænum árið 1989 en skilyrði gjafagerningsins hafi ekki verið uppfyllt á tilsettum tíma og hann því aldrei farið í gegn og húsið sé því enn í eigu bæjarins. Óskað er upplýsinga um kostnað bæjarins við kaup á þessari eign sinni, þar á meðal tilfallandi kostnaði verði gjafagerningurinn gjaldfærður áður en kaupin fara fram. Einnig er gagnrýnt að hvorki liggi fyrir verðmat né mat á ástandi umræddra eigna heldur fari kaupverðið eftir fjárþörf FH vegna byggingar nýs húss.Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans.Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, segir þetta ekki góða meðferð skattfjár. „Nei, alls ekki, og við í minnihlutanum erum sammála um það að þessi vinnubrögð séu vafasöm og höfum beint því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að ganga úr skugga um það hvort þetta sé löglegt. Okkar tilgáta er sú að þetta sé ólöglegt.“ Knatthúsamálið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum Hafnarfjarðar um nokkurra ára skeið og var málið uppspretta stöðugra deilna innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Fulltrúar minnihluta í Hafnarfirði eru mjög ósáttir vegna þeirrar stefnubreytingar sem varð í stóra knatthúsamáli bæjarins í síðustu viku þegar ákveðið var á fundi bæjarráðs að bærinn keypti öll þrjú knatthús Fimleikafélags Hafnarfjarðar á 790 milljónir og FH-ingar stæðu sjálfir að byggingu nýs knatthúss á eigin kostnað og ábyrgð. Á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær lögðu fulltrúar minnihlutans fram fjölda fyrirspurna vegna málsins en fyrir liggur að kaup bæjarins á mannvirkjunum hafa það markmið að gera félaginu mögulegt að byggja nýtt knatthús. Meðal annars er vísað til þess að félagið hafi fengið eitt húsanna að gjöf frá bænum árið 1989 en skilyrði gjafagerningsins hafi ekki verið uppfyllt á tilsettum tíma og hann því aldrei farið í gegn og húsið sé því enn í eigu bæjarins. Óskað er upplýsinga um kostnað bæjarins við kaup á þessari eign sinni, þar á meðal tilfallandi kostnaði verði gjafagerningurinn gjaldfærður áður en kaupin fara fram. Einnig er gagnrýnt að hvorki liggi fyrir verðmat né mat á ástandi umræddra eigna heldur fari kaupverðið eftir fjárþörf FH vegna byggingar nýs húss.Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans.Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, segir þetta ekki góða meðferð skattfjár. „Nei, alls ekki, og við í minnihlutanum erum sammála um það að þessi vinnubrögð séu vafasöm og höfum beint því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að ganga úr skugga um það hvort þetta sé löglegt. Okkar tilgáta er sú að þetta sé ólöglegt.“ Knatthúsamálið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum Hafnarfjarðar um nokkurra ára skeið og var málið uppspretta stöðugra deilna innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent