Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Aðalheiður Ámundadóttir og Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Reisa á þriðja knatthúsið á svæði FH-inga. Málið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum í Hafnarfirði Fréttablaðið/GVA Fulltrúar minnihluta í Hafnarfirði eru mjög ósáttir vegna þeirrar stefnubreytingar sem varð í stóra knatthúsamáli bæjarins í síðustu viku þegar ákveðið var á fundi bæjarráðs að bærinn keypti öll þrjú knatthús Fimleikafélags Hafnarfjarðar á 790 milljónir og FH-ingar stæðu sjálfir að byggingu nýs knatthúss á eigin kostnað og ábyrgð. Á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær lögðu fulltrúar minnihlutans fram fjölda fyrirspurna vegna málsins en fyrir liggur að kaup bæjarins á mannvirkjunum hafa það markmið að gera félaginu mögulegt að byggja nýtt knatthús. Meðal annars er vísað til þess að félagið hafi fengið eitt húsanna að gjöf frá bænum árið 1989 en skilyrði gjafagerningsins hafi ekki verið uppfyllt á tilsettum tíma og hann því aldrei farið í gegn og húsið sé því enn í eigu bæjarins. Óskað er upplýsinga um kostnað bæjarins við kaup á þessari eign sinni, þar á meðal tilfallandi kostnaði verði gjafagerningurinn gjaldfærður áður en kaupin fara fram. Einnig er gagnrýnt að hvorki liggi fyrir verðmat né mat á ástandi umræddra eigna heldur fari kaupverðið eftir fjárþörf FH vegna byggingar nýs húss.Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans.Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, segir þetta ekki góða meðferð skattfjár. „Nei, alls ekki, og við í minnihlutanum erum sammála um það að þessi vinnubrögð séu vafasöm og höfum beint því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að ganga úr skugga um það hvort þetta sé löglegt. Okkar tilgáta er sú að þetta sé ólöglegt.“ Knatthúsamálið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum Hafnarfjarðar um nokkurra ára skeið og var málið uppspretta stöðugra deilna innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Fulltrúar minnihluta í Hafnarfirði eru mjög ósáttir vegna þeirrar stefnubreytingar sem varð í stóra knatthúsamáli bæjarins í síðustu viku þegar ákveðið var á fundi bæjarráðs að bærinn keypti öll þrjú knatthús Fimleikafélags Hafnarfjarðar á 790 milljónir og FH-ingar stæðu sjálfir að byggingu nýs knatthúss á eigin kostnað og ábyrgð. Á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær lögðu fulltrúar minnihlutans fram fjölda fyrirspurna vegna málsins en fyrir liggur að kaup bæjarins á mannvirkjunum hafa það markmið að gera félaginu mögulegt að byggja nýtt knatthús. Meðal annars er vísað til þess að félagið hafi fengið eitt húsanna að gjöf frá bænum árið 1989 en skilyrði gjafagerningsins hafi ekki verið uppfyllt á tilsettum tíma og hann því aldrei farið í gegn og húsið sé því enn í eigu bæjarins. Óskað er upplýsinga um kostnað bæjarins við kaup á þessari eign sinni, þar á meðal tilfallandi kostnaði verði gjafagerningurinn gjaldfærður áður en kaupin fara fram. Einnig er gagnrýnt að hvorki liggi fyrir verðmat né mat á ástandi umræddra eigna heldur fari kaupverðið eftir fjárþörf FH vegna byggingar nýs húss.Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans.Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, segir þetta ekki góða meðferð skattfjár. „Nei, alls ekki, og við í minnihlutanum erum sammála um það að þessi vinnubrögð séu vafasöm og höfum beint því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að ganga úr skugga um það hvort þetta sé löglegt. Okkar tilgáta er sú að þetta sé ólöglegt.“ Knatthúsamálið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum Hafnarfjarðar um nokkurra ára skeið og var málið uppspretta stöðugra deilna innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira