Kristín „nagli“ berst tveggja ára við sjaldgæfa tegund af krabbameini Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 09:00 Kristín Halldórsdóttir greindist með illkynja æxli í heila skömmu eftir tveggja ára afmælið sitt. Mynd/Úr einkasafni Kristín Halldórsdóttir greindist í júní með illkynja æxli í heila sem hafði dreift sér niður mænuna. Kristín er aðeins tveggja ára gömul og berst af fullum krafti í veikindunum enda hefur hún strax fengið viðurnefnið Kristín „nagli.“ Starfsfólk leikskólans hennar, Múlaborgar , ætla að hlaupa fyrir hana í Reykjavíkurmaraþoninu. Bæði móðir og amma Kristínar eru starfsmenn leikskólans. Hópurinn hleypur í nafni Kristínar og safnar áheitum til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og með þeim hlaupa líka eldri bræður Kristínar, Arnór Bjarki og Brynjar Bjarmi sem eru níu og fimmtán ára. „Ég er vinkona Birgittu mömmu hennar Kristínar eins og fleiri og við fengum þessar fréttir að stelpan hennar væri alvarlega veik. Manni langar svo til að gera eitthvað til að hjálpa en auðvitað er bara fátt sem er hægt að gera, annað en að senda góðar hugsanir og kærleikskveðjur,“ segir Rakel Þorsteinsdóttir þroskaþjálfi á Múlaborgi í samtali við Vísi. Rakel er ein þeirra sem ætlar að taka þátt fyrir þennan málstað.Kristín er sú fyrsta sem greinist með þessa tegund krabbameins hér á landi.Mynd/Úr einkasafniFyrst til að greinast hér á landi „Þegar hlaupið var auglýst þá sáum við einhverja leið til þess að hjálpa og til þess að styrkja SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Við völdum það félag því að við höfðum heyrt að það hafi gert góða hluti fyrir fólk í þessari stöðu. Við ákváðum að sameinast sem hópur og síðan bættist í hópinn, meðal annars bræður hennar Kristínar litlu og fleiri fjölskyldumeðlimir.“ Kristín er að berjast við sjaldgæfa tegund krabbameins og framundan er löng og ströng barátta hjá fjölskyldunni. „Hún greinist með sjaldgæfa tegund sem heitir ETMR en það er krabbamein sem leggst á heila og miðtaugakerfið. Það greinist aðallega hjá ungum börnum en þetta er fyrsta tilfellið á landinu.“ Kristín hefur í sumar verið í rannsóknum og meðferðum og lítið er vitað um það hvernig framhaldið verður. Hún er núna að byrja sína fjórðu lotu í meðferðinni. „Við erum bara að sýna þeim samstöðu með þessu og hvetja Kristínu nagla áfram og hennar fjölskyldu og allar fjölskyldur sem að eru í þessum erfiðu sporum.“Kristín með bræðrum sínum Arnóri Bjarka og Brynjari Bjarma. Foreldrar þeirra eru Halldór Geir Jensson og Birgitta Rut BirgisdóttirMynd/Úr einkasafniTeikning eftir Kristínu á bolunum Rakel segir að það sé ekki að ástæðulausu sem þessi duglega litla stúlka fékk viðurnefnið sitt.„Það er kraftur í þessari stelpu og ástæða fyrir viðurnefninu nagli. Það er rosalegur kraftur í henni en þetta er náttúrulega erfitt að eiga við, þessi tegund.“ Um þrjátíu hlaupa saman í nafni Kristínar og ætla þau að halda hópinn allt hlaupið og klára þetta saman. „Við létum prenta boli fyrir okkur. Kristín litla teiknaði mynd sem mamma hennar sendi okkur. Við létum prenta myndina hennar á bolinn og munum hlaupa í honum. Það stendur líka Kristín „nagli“ Halldórsdóttir á honum. Það ætti að vera auðvelt að þekkja okkur.“Starfsfólk Múlaborgar í flottu bolunum sem hópurinn hleypur í.Mynd/Rakel ÞorsteinsdóttirÞakklát fyrir samhuginn „Hún er að byrja sína fjórðu meðferð en fer heim í pásur á milli,“ segir Kristín Árnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Múlaborg. Hún er einnig amma Kristínar litlu svo þetta framtak stendur henni mjög nærri. Hún tekur einnig þátt í hlaupinu sjálf. „Ég er mjög glöð með þetta frábæra framtak á þessum vinnustað og þessa miklu samheldni og samhug sem að þau sýna með þessu hlaupi.“Hægt er að heita á hópinn á síðunni Hlaupastyrkur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Kristín Halldórsdóttir greindist í júní með illkynja æxli í heila sem hafði dreift sér niður mænuna. Kristín er aðeins tveggja ára gömul og berst af fullum krafti í veikindunum enda hefur hún strax fengið viðurnefnið Kristín „nagli.“ Starfsfólk leikskólans hennar, Múlaborgar , ætla að hlaupa fyrir hana í Reykjavíkurmaraþoninu. Bæði móðir og amma Kristínar eru starfsmenn leikskólans. Hópurinn hleypur í nafni Kristínar og safnar áheitum til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og með þeim hlaupa líka eldri bræður Kristínar, Arnór Bjarki og Brynjar Bjarmi sem eru níu og fimmtán ára. „Ég er vinkona Birgittu mömmu hennar Kristínar eins og fleiri og við fengum þessar fréttir að stelpan hennar væri alvarlega veik. Manni langar svo til að gera eitthvað til að hjálpa en auðvitað er bara fátt sem er hægt að gera, annað en að senda góðar hugsanir og kærleikskveðjur,“ segir Rakel Þorsteinsdóttir þroskaþjálfi á Múlaborgi í samtali við Vísi. Rakel er ein þeirra sem ætlar að taka þátt fyrir þennan málstað.Kristín er sú fyrsta sem greinist með þessa tegund krabbameins hér á landi.Mynd/Úr einkasafniFyrst til að greinast hér á landi „Þegar hlaupið var auglýst þá sáum við einhverja leið til þess að hjálpa og til þess að styrkja SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Við völdum það félag því að við höfðum heyrt að það hafi gert góða hluti fyrir fólk í þessari stöðu. Við ákváðum að sameinast sem hópur og síðan bættist í hópinn, meðal annars bræður hennar Kristínar litlu og fleiri fjölskyldumeðlimir.“ Kristín er að berjast við sjaldgæfa tegund krabbameins og framundan er löng og ströng barátta hjá fjölskyldunni. „Hún greinist með sjaldgæfa tegund sem heitir ETMR en það er krabbamein sem leggst á heila og miðtaugakerfið. Það greinist aðallega hjá ungum börnum en þetta er fyrsta tilfellið á landinu.“ Kristín hefur í sumar verið í rannsóknum og meðferðum og lítið er vitað um það hvernig framhaldið verður. Hún er núna að byrja sína fjórðu lotu í meðferðinni. „Við erum bara að sýna þeim samstöðu með þessu og hvetja Kristínu nagla áfram og hennar fjölskyldu og allar fjölskyldur sem að eru í þessum erfiðu sporum.“Kristín með bræðrum sínum Arnóri Bjarka og Brynjari Bjarma. Foreldrar þeirra eru Halldór Geir Jensson og Birgitta Rut BirgisdóttirMynd/Úr einkasafniTeikning eftir Kristínu á bolunum Rakel segir að það sé ekki að ástæðulausu sem þessi duglega litla stúlka fékk viðurnefnið sitt.„Það er kraftur í þessari stelpu og ástæða fyrir viðurnefninu nagli. Það er rosalegur kraftur í henni en þetta er náttúrulega erfitt að eiga við, þessi tegund.“ Um þrjátíu hlaupa saman í nafni Kristínar og ætla þau að halda hópinn allt hlaupið og klára þetta saman. „Við létum prenta boli fyrir okkur. Kristín litla teiknaði mynd sem mamma hennar sendi okkur. Við létum prenta myndina hennar á bolinn og munum hlaupa í honum. Það stendur líka Kristín „nagli“ Halldórsdóttir á honum. Það ætti að vera auðvelt að þekkja okkur.“Starfsfólk Múlaborgar í flottu bolunum sem hópurinn hleypur í.Mynd/Rakel ÞorsteinsdóttirÞakklát fyrir samhuginn „Hún er að byrja sína fjórðu meðferð en fer heim í pásur á milli,“ segir Kristín Árnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Múlaborg. Hún er einnig amma Kristínar litlu svo þetta framtak stendur henni mjög nærri. Hún tekur einnig þátt í hlaupinu sjálf. „Ég er mjög glöð með þetta frábæra framtak á þessum vinnustað og þessa miklu samheldni og samhug sem að þau sýna með þessu hlaupi.“Hægt er að heita á hópinn á síðunni Hlaupastyrkur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira