Glódís Perla Viggósdóttir skoraði eitt tíu marka Rosengård þegar liðið fór illa með Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Glódís skoraði annað mark Rosengård í leiknum á 11. mínútu en staðan í hálfleik var 4-0 fyrir liðið. Rosengård gaf síðan ekkert eftir í síðari hálfleik og bætti sex mörkum við.
Anja Mittag og Iva Landeka skoruðu þrjú mörk í hver í leiknum. Sanne Troelsgaard skoraði tvö og Fiona Brown og Glódís skoruðu eitt mark.
Eftir 14 leiki situr Rosengård í öðru sæti deildarinnar með 29 stig, einu stigi á eftir toppliði Piteå sem á leik til góða.
Gengi Kalmar hefur aftur á móti verið afleitt á tímabilinu. Liðið er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig, 11 stigum á eftir næsta liði og með mínus 42 mörk í markatölu.
Glódís skoraði í 10-0 sigri Rosengård
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið

KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn


Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti




„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti

