Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla, sinnir kennslu í skólanum í breyttri mynd þar til börnum á skólaaldri fjölgar á ný. Vísir/Stefán Finnbogastaðaskóli verður ekki starfræktur sem grunnskóli næsta skólaár. Skólinn var eini grunnskólinn í Árneshreppi. „Það er aðeins einn nemandi hér í hreppnum, tíu ára gömul telpa. Hún fer í skóla á Drangsnesi í næsta þorpi,“ segir Vigdís Grímsdóttir skólastjóri Finnbogastaðaskóla. „Á Drangsnesi getur hún sótt skóla með öðrum krökkum og fengið þá félagslegu örvun sem hún þarf,“ bætir hún við. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, sagði ekki fastákveðið að skólanum yrði lokað í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Vigdís segir hreppsnefndina alls ekki hafa lagt til að skólanum verði lokað. „Skólinn verður starfandi en í annarri mynd. Hann verður ekki starfræktur sem grunnskóli. Við ætlum hins vegar að bjóða upp á tvö námskeið fyrir krakka í nálægum sveitarfélögum. Sem koma þá hingað og læra. Hópur fólks er að fara að skipuleggja þetta starf nú strax eftir verslunarmannahelgi. Hvernig náminu verður háttað,“ segir Vigdís. Að sögn Vigdísar eru margar skemmtilegar og spennandi hugmyndir um rekstur skólans; starfsemin muni njóta styrks á vegum Brothættra byggða, samfélagseflandi verkefnis hjá Byggðastofnun. „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti. Það er ekkert á vonarvöl hér í hreppnum eins og sumir gætu haldið,“ segir Vigdís og vísar í deilur íbúa um Hvalárvirkjun. „Þvert á móti þróum við starf í skólanum sem gæti orðið spennandi og skemmtilegt. Krakkar úr Reykjavík gætu jafnvel komið á námskeið hingað og kynnst lífinu hér. Það er svo margt hægt að hugsa sér. Ég verð örugglega með námskeið í skapandi skrifum, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er ekkert að deyja, heldur hlutirnir að breytast,“ segir Vigdís. „Ef hingað flytur fólk með börn þá verður hefðbundinn grunnskóli aftur starfræktur. En þangað til leysum við málin á farsælan hátt,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Finnbogastaðaskóli verður ekki starfræktur sem grunnskóli næsta skólaár. Skólinn var eini grunnskólinn í Árneshreppi. „Það er aðeins einn nemandi hér í hreppnum, tíu ára gömul telpa. Hún fer í skóla á Drangsnesi í næsta þorpi,“ segir Vigdís Grímsdóttir skólastjóri Finnbogastaðaskóla. „Á Drangsnesi getur hún sótt skóla með öðrum krökkum og fengið þá félagslegu örvun sem hún þarf,“ bætir hún við. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, sagði ekki fastákveðið að skólanum yrði lokað í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Vigdís segir hreppsnefndina alls ekki hafa lagt til að skólanum verði lokað. „Skólinn verður starfandi en í annarri mynd. Hann verður ekki starfræktur sem grunnskóli. Við ætlum hins vegar að bjóða upp á tvö námskeið fyrir krakka í nálægum sveitarfélögum. Sem koma þá hingað og læra. Hópur fólks er að fara að skipuleggja þetta starf nú strax eftir verslunarmannahelgi. Hvernig náminu verður háttað,“ segir Vigdís. Að sögn Vigdísar eru margar skemmtilegar og spennandi hugmyndir um rekstur skólans; starfsemin muni njóta styrks á vegum Brothættra byggða, samfélagseflandi verkefnis hjá Byggðastofnun. „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti. Það er ekkert á vonarvöl hér í hreppnum eins og sumir gætu haldið,“ segir Vigdís og vísar í deilur íbúa um Hvalárvirkjun. „Þvert á móti þróum við starf í skólanum sem gæti orðið spennandi og skemmtilegt. Krakkar úr Reykjavík gætu jafnvel komið á námskeið hingað og kynnst lífinu hér. Það er svo margt hægt að hugsa sér. Ég verð örugglega með námskeið í skapandi skrifum, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er ekkert að deyja, heldur hlutirnir að breytast,“ segir Vigdís. „Ef hingað flytur fólk með börn þá verður hefðbundinn grunnskóli aftur starfræktur. En þangað til leysum við málin á farsælan hátt,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira