Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2018 20:15 Allt of algengt er að raki og mygla sé í úthlutuðu félagslegu húsnæði að sögn húsmóður. Í Grafarvogi býr einstæð móðir með fjögur ung börn í slíku húsnæði sem lekur vegna myglu. Henni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar með börnum sínum sem eru orðin veik af astma vegna ástandsins að sögn húsmóður. Í kvöldfréttum höfum við fjallað um stöðu heimilislausra og langan biðtíma þeirra eftir íbúð. Dæmi séu um að fjölskyldur bíði heimilislausar í sjö ár eftir íbúð. Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins fer nú fram á að biðlistinn verði greindur sökum langs biðtíma. Svanhvít Tómasdóttir þekkir biðina af eigin raun, sem hún segir ömurlega. „Hún er hreint út sagt ömurleg. Ég beið í þrjú ár og horfði á fólk sem var ekki búið að vera nema í þrjá mánuði á lista tekið fram fyrir mann. Það fer eftir því hvort þú þekkir einhvern í úthlutnarnefnd, hvort þú fáir fyrr úthlutað,“ segir Svanhvít Tómasdóttir, húsmóðir. Reykjavíkurborg vísar fullyrðingu Svanhvítar algjörlega á bug. Úthlutanir í félagslegt leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar fari fram á sérstökum fundi úthlutunarteymis. Fullnægi umsækjandi þeim skilyrðum sem eru sett fyrir umsókn, s.s. tekjuviðmið, raðist umsóknir í forgangsröð eftir ákveðnum matsviðmiðum þar sem m.a. sé höfð hliðsjón af núverandi húsnæðisaðstæðum, heilsufari, félagslegum aðstæðum og tekjum. Við lok greiningar séu reiknuð stig fyrir hvern þátt fyrir sig. Útkoman sé skráð á lista sem hafður sé til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis. Úthlutun ráðist eingöngu af fyrrgreindum atriðum. Hægt sé að bera niðurstöður úthlutunarfunda undir úrskurðanefnd velferðarmála. Þá segir Svanhvít að of algengt sé að mygla og raki komi í ljós að afhendingu lokinni. „Móðir barnabarnanna minna, með fjögur börn, fékk úthlutaðri íbúð sem lekur, móða á milli glerja, ónýtur bakaraofn, klósettið lak, göt á öllum hurðum. Íbúðin var rakamæld af fagmanni og það er 90% raki í útvegg,“ segir Svanhvít.Umrædd íbúð í GrafarvogiSkjáskot úr fréttÞrátt fyrir myglu verði hún að sætta sig við aðstæður, enda hafi hún ekki í önnur hús að venda. „Nei hún verður bara að sætta sig við þetta. Hún fær ekki afslátt af húsaleigu. Þarna býr hún með lítil börn sem eru hóstandi á astmalyfjum og hóstastillandi lyfjum. Hún verður bara að sætta sig við þetta. Þetta er ekki boðlegt lengur. Það verður að gera eitthvað,“ segir Svanhvít.Hvað þarf að gerast? „Það þarf algjörlega að hreinsa til í kerfinu. Algjörlega,“ segir Svanhvít. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Allt of algengt er að raki og mygla sé í úthlutuðu félagslegu húsnæði að sögn húsmóður. Í Grafarvogi býr einstæð móðir með fjögur ung börn í slíku húsnæði sem lekur vegna myglu. Henni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar með börnum sínum sem eru orðin veik af astma vegna ástandsins að sögn húsmóður. Í kvöldfréttum höfum við fjallað um stöðu heimilislausra og langan biðtíma þeirra eftir íbúð. Dæmi séu um að fjölskyldur bíði heimilislausar í sjö ár eftir íbúð. Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins fer nú fram á að biðlistinn verði greindur sökum langs biðtíma. Svanhvít Tómasdóttir þekkir biðina af eigin raun, sem hún segir ömurlega. „Hún er hreint út sagt ömurleg. Ég beið í þrjú ár og horfði á fólk sem var ekki búið að vera nema í þrjá mánuði á lista tekið fram fyrir mann. Það fer eftir því hvort þú þekkir einhvern í úthlutnarnefnd, hvort þú fáir fyrr úthlutað,“ segir Svanhvít Tómasdóttir, húsmóðir. Reykjavíkurborg vísar fullyrðingu Svanhvítar algjörlega á bug. Úthlutanir í félagslegt leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar fari fram á sérstökum fundi úthlutunarteymis. Fullnægi umsækjandi þeim skilyrðum sem eru sett fyrir umsókn, s.s. tekjuviðmið, raðist umsóknir í forgangsröð eftir ákveðnum matsviðmiðum þar sem m.a. sé höfð hliðsjón af núverandi húsnæðisaðstæðum, heilsufari, félagslegum aðstæðum og tekjum. Við lok greiningar séu reiknuð stig fyrir hvern þátt fyrir sig. Útkoman sé skráð á lista sem hafður sé til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis. Úthlutun ráðist eingöngu af fyrrgreindum atriðum. Hægt sé að bera niðurstöður úthlutunarfunda undir úrskurðanefnd velferðarmála. Þá segir Svanhvít að of algengt sé að mygla og raki komi í ljós að afhendingu lokinni. „Móðir barnabarnanna minna, með fjögur börn, fékk úthlutaðri íbúð sem lekur, móða á milli glerja, ónýtur bakaraofn, klósettið lak, göt á öllum hurðum. Íbúðin var rakamæld af fagmanni og það er 90% raki í útvegg,“ segir Svanhvít.Umrædd íbúð í GrafarvogiSkjáskot úr fréttÞrátt fyrir myglu verði hún að sætta sig við aðstæður, enda hafi hún ekki í önnur hús að venda. „Nei hún verður bara að sætta sig við þetta. Hún fær ekki afslátt af húsaleigu. Þarna býr hún með lítil börn sem eru hóstandi á astmalyfjum og hóstastillandi lyfjum. Hún verður bara að sætta sig við þetta. Þetta er ekki boðlegt lengur. Það verður að gera eitthvað,“ segir Svanhvít.Hvað þarf að gerast? „Það þarf algjörlega að hreinsa til í kerfinu. Algjörlega,“ segir Svanhvít.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira