Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2018 20:15 Allt of algengt er að raki og mygla sé í úthlutuðu félagslegu húsnæði að sögn húsmóður. Í Grafarvogi býr einstæð móðir með fjögur ung börn í slíku húsnæði sem lekur vegna myglu. Henni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar með börnum sínum sem eru orðin veik af astma vegna ástandsins að sögn húsmóður. Í kvöldfréttum höfum við fjallað um stöðu heimilislausra og langan biðtíma þeirra eftir íbúð. Dæmi séu um að fjölskyldur bíði heimilislausar í sjö ár eftir íbúð. Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins fer nú fram á að biðlistinn verði greindur sökum langs biðtíma. Svanhvít Tómasdóttir þekkir biðina af eigin raun, sem hún segir ömurlega. „Hún er hreint út sagt ömurleg. Ég beið í þrjú ár og horfði á fólk sem var ekki búið að vera nema í þrjá mánuði á lista tekið fram fyrir mann. Það fer eftir því hvort þú þekkir einhvern í úthlutnarnefnd, hvort þú fáir fyrr úthlutað,“ segir Svanhvít Tómasdóttir, húsmóðir. Reykjavíkurborg vísar fullyrðingu Svanhvítar algjörlega á bug. Úthlutanir í félagslegt leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar fari fram á sérstökum fundi úthlutunarteymis. Fullnægi umsækjandi þeim skilyrðum sem eru sett fyrir umsókn, s.s. tekjuviðmið, raðist umsóknir í forgangsröð eftir ákveðnum matsviðmiðum þar sem m.a. sé höfð hliðsjón af núverandi húsnæðisaðstæðum, heilsufari, félagslegum aðstæðum og tekjum. Við lok greiningar séu reiknuð stig fyrir hvern þátt fyrir sig. Útkoman sé skráð á lista sem hafður sé til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis. Úthlutun ráðist eingöngu af fyrrgreindum atriðum. Hægt sé að bera niðurstöður úthlutunarfunda undir úrskurðanefnd velferðarmála. Þá segir Svanhvít að of algengt sé að mygla og raki komi í ljós að afhendingu lokinni. „Móðir barnabarnanna minna, með fjögur börn, fékk úthlutaðri íbúð sem lekur, móða á milli glerja, ónýtur bakaraofn, klósettið lak, göt á öllum hurðum. Íbúðin var rakamæld af fagmanni og það er 90% raki í útvegg,“ segir Svanhvít.Umrædd íbúð í GrafarvogiSkjáskot úr fréttÞrátt fyrir myglu verði hún að sætta sig við aðstæður, enda hafi hún ekki í önnur hús að venda. „Nei hún verður bara að sætta sig við þetta. Hún fær ekki afslátt af húsaleigu. Þarna býr hún með lítil börn sem eru hóstandi á astmalyfjum og hóstastillandi lyfjum. Hún verður bara að sætta sig við þetta. Þetta er ekki boðlegt lengur. Það verður að gera eitthvað,“ segir Svanhvít.Hvað þarf að gerast? „Það þarf algjörlega að hreinsa til í kerfinu. Algjörlega,“ segir Svanhvít. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Allt of algengt er að raki og mygla sé í úthlutuðu félagslegu húsnæði að sögn húsmóður. Í Grafarvogi býr einstæð móðir með fjögur ung börn í slíku húsnæði sem lekur vegna myglu. Henni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar með börnum sínum sem eru orðin veik af astma vegna ástandsins að sögn húsmóður. Í kvöldfréttum höfum við fjallað um stöðu heimilislausra og langan biðtíma þeirra eftir íbúð. Dæmi séu um að fjölskyldur bíði heimilislausar í sjö ár eftir íbúð. Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins fer nú fram á að biðlistinn verði greindur sökum langs biðtíma. Svanhvít Tómasdóttir þekkir biðina af eigin raun, sem hún segir ömurlega. „Hún er hreint út sagt ömurleg. Ég beið í þrjú ár og horfði á fólk sem var ekki búið að vera nema í þrjá mánuði á lista tekið fram fyrir mann. Það fer eftir því hvort þú þekkir einhvern í úthlutnarnefnd, hvort þú fáir fyrr úthlutað,“ segir Svanhvít Tómasdóttir, húsmóðir. Reykjavíkurborg vísar fullyrðingu Svanhvítar algjörlega á bug. Úthlutanir í félagslegt leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar fari fram á sérstökum fundi úthlutunarteymis. Fullnægi umsækjandi þeim skilyrðum sem eru sett fyrir umsókn, s.s. tekjuviðmið, raðist umsóknir í forgangsröð eftir ákveðnum matsviðmiðum þar sem m.a. sé höfð hliðsjón af núverandi húsnæðisaðstæðum, heilsufari, félagslegum aðstæðum og tekjum. Við lok greiningar séu reiknuð stig fyrir hvern þátt fyrir sig. Útkoman sé skráð á lista sem hafður sé til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis. Úthlutun ráðist eingöngu af fyrrgreindum atriðum. Hægt sé að bera niðurstöður úthlutunarfunda undir úrskurðanefnd velferðarmála. Þá segir Svanhvít að of algengt sé að mygla og raki komi í ljós að afhendingu lokinni. „Móðir barnabarnanna minna, með fjögur börn, fékk úthlutaðri íbúð sem lekur, móða á milli glerja, ónýtur bakaraofn, klósettið lak, göt á öllum hurðum. Íbúðin var rakamæld af fagmanni og það er 90% raki í útvegg,“ segir Svanhvít.Umrædd íbúð í GrafarvogiSkjáskot úr fréttÞrátt fyrir myglu verði hún að sætta sig við aðstæður, enda hafi hún ekki í önnur hús að venda. „Nei hún verður bara að sætta sig við þetta. Hún fær ekki afslátt af húsaleigu. Þarna býr hún með lítil börn sem eru hóstandi á astmalyfjum og hóstastillandi lyfjum. Hún verður bara að sætta sig við þetta. Þetta er ekki boðlegt lengur. Það verður að gera eitthvað,“ segir Svanhvít.Hvað þarf að gerast? „Það þarf algjörlega að hreinsa til í kerfinu. Algjörlega,“ segir Svanhvít.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira