Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2018 20:15 Allt of algengt er að raki og mygla sé í úthlutuðu félagslegu húsnæði að sögn húsmóður. Í Grafarvogi býr einstæð móðir með fjögur ung börn í slíku húsnæði sem lekur vegna myglu. Henni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar með börnum sínum sem eru orðin veik af astma vegna ástandsins að sögn húsmóður. Í kvöldfréttum höfum við fjallað um stöðu heimilislausra og langan biðtíma þeirra eftir íbúð. Dæmi séu um að fjölskyldur bíði heimilislausar í sjö ár eftir íbúð. Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins fer nú fram á að biðlistinn verði greindur sökum langs biðtíma. Svanhvít Tómasdóttir þekkir biðina af eigin raun, sem hún segir ömurlega. „Hún er hreint út sagt ömurleg. Ég beið í þrjú ár og horfði á fólk sem var ekki búið að vera nema í þrjá mánuði á lista tekið fram fyrir mann. Það fer eftir því hvort þú þekkir einhvern í úthlutnarnefnd, hvort þú fáir fyrr úthlutað,“ segir Svanhvít Tómasdóttir, húsmóðir. Reykjavíkurborg vísar fullyrðingu Svanhvítar algjörlega á bug. Úthlutanir í félagslegt leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar fari fram á sérstökum fundi úthlutunarteymis. Fullnægi umsækjandi þeim skilyrðum sem eru sett fyrir umsókn, s.s. tekjuviðmið, raðist umsóknir í forgangsröð eftir ákveðnum matsviðmiðum þar sem m.a. sé höfð hliðsjón af núverandi húsnæðisaðstæðum, heilsufari, félagslegum aðstæðum og tekjum. Við lok greiningar séu reiknuð stig fyrir hvern þátt fyrir sig. Útkoman sé skráð á lista sem hafður sé til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis. Úthlutun ráðist eingöngu af fyrrgreindum atriðum. Hægt sé að bera niðurstöður úthlutunarfunda undir úrskurðanefnd velferðarmála. Þá segir Svanhvít að of algengt sé að mygla og raki komi í ljós að afhendingu lokinni. „Móðir barnabarnanna minna, með fjögur börn, fékk úthlutaðri íbúð sem lekur, móða á milli glerja, ónýtur bakaraofn, klósettið lak, göt á öllum hurðum. Íbúðin var rakamæld af fagmanni og það er 90% raki í útvegg,“ segir Svanhvít.Umrædd íbúð í GrafarvogiSkjáskot úr fréttÞrátt fyrir myglu verði hún að sætta sig við aðstæður, enda hafi hún ekki í önnur hús að venda. „Nei hún verður bara að sætta sig við þetta. Hún fær ekki afslátt af húsaleigu. Þarna býr hún með lítil börn sem eru hóstandi á astmalyfjum og hóstastillandi lyfjum. Hún verður bara að sætta sig við þetta. Þetta er ekki boðlegt lengur. Það verður að gera eitthvað,“ segir Svanhvít.Hvað þarf að gerast? „Það þarf algjörlega að hreinsa til í kerfinu. Algjörlega,“ segir Svanhvít. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
Allt of algengt er að raki og mygla sé í úthlutuðu félagslegu húsnæði að sögn húsmóður. Í Grafarvogi býr einstæð móðir með fjögur ung börn í slíku húsnæði sem lekur vegna myglu. Henni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar með börnum sínum sem eru orðin veik af astma vegna ástandsins að sögn húsmóður. Í kvöldfréttum höfum við fjallað um stöðu heimilislausra og langan biðtíma þeirra eftir íbúð. Dæmi séu um að fjölskyldur bíði heimilislausar í sjö ár eftir íbúð. Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins fer nú fram á að biðlistinn verði greindur sökum langs biðtíma. Svanhvít Tómasdóttir þekkir biðina af eigin raun, sem hún segir ömurlega. „Hún er hreint út sagt ömurleg. Ég beið í þrjú ár og horfði á fólk sem var ekki búið að vera nema í þrjá mánuði á lista tekið fram fyrir mann. Það fer eftir því hvort þú þekkir einhvern í úthlutnarnefnd, hvort þú fáir fyrr úthlutað,“ segir Svanhvít Tómasdóttir, húsmóðir. Reykjavíkurborg vísar fullyrðingu Svanhvítar algjörlega á bug. Úthlutanir í félagslegt leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar fari fram á sérstökum fundi úthlutunarteymis. Fullnægi umsækjandi þeim skilyrðum sem eru sett fyrir umsókn, s.s. tekjuviðmið, raðist umsóknir í forgangsröð eftir ákveðnum matsviðmiðum þar sem m.a. sé höfð hliðsjón af núverandi húsnæðisaðstæðum, heilsufari, félagslegum aðstæðum og tekjum. Við lok greiningar séu reiknuð stig fyrir hvern þátt fyrir sig. Útkoman sé skráð á lista sem hafður sé til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis. Úthlutun ráðist eingöngu af fyrrgreindum atriðum. Hægt sé að bera niðurstöður úthlutunarfunda undir úrskurðanefnd velferðarmála. Þá segir Svanhvít að of algengt sé að mygla og raki komi í ljós að afhendingu lokinni. „Móðir barnabarnanna minna, með fjögur börn, fékk úthlutaðri íbúð sem lekur, móða á milli glerja, ónýtur bakaraofn, klósettið lak, göt á öllum hurðum. Íbúðin var rakamæld af fagmanni og það er 90% raki í útvegg,“ segir Svanhvít.Umrædd íbúð í GrafarvogiSkjáskot úr fréttÞrátt fyrir myglu verði hún að sætta sig við aðstæður, enda hafi hún ekki í önnur hús að venda. „Nei hún verður bara að sætta sig við þetta. Hún fær ekki afslátt af húsaleigu. Þarna býr hún með lítil börn sem eru hóstandi á astmalyfjum og hóstastillandi lyfjum. Hún verður bara að sætta sig við þetta. Þetta er ekki boðlegt lengur. Það verður að gera eitthvað,“ segir Svanhvít.Hvað þarf að gerast? „Það þarf algjörlega að hreinsa til í kerfinu. Algjörlega,“ segir Svanhvít.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent