Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2018 20:15 Allt of algengt er að raki og mygla sé í úthlutuðu félagslegu húsnæði að sögn húsmóður. Í Grafarvogi býr einstæð móðir með fjögur ung börn í slíku húsnæði sem lekur vegna myglu. Henni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar með börnum sínum sem eru orðin veik af astma vegna ástandsins að sögn húsmóður. Í kvöldfréttum höfum við fjallað um stöðu heimilislausra og langan biðtíma þeirra eftir íbúð. Dæmi séu um að fjölskyldur bíði heimilislausar í sjö ár eftir íbúð. Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins fer nú fram á að biðlistinn verði greindur sökum langs biðtíma. Svanhvít Tómasdóttir þekkir biðina af eigin raun, sem hún segir ömurlega. „Hún er hreint út sagt ömurleg. Ég beið í þrjú ár og horfði á fólk sem var ekki búið að vera nema í þrjá mánuði á lista tekið fram fyrir mann. Það fer eftir því hvort þú þekkir einhvern í úthlutnarnefnd, hvort þú fáir fyrr úthlutað,“ segir Svanhvít Tómasdóttir, húsmóðir. Reykjavíkurborg vísar fullyrðingu Svanhvítar algjörlega á bug. Úthlutanir í félagslegt leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar fari fram á sérstökum fundi úthlutunarteymis. Fullnægi umsækjandi þeim skilyrðum sem eru sett fyrir umsókn, s.s. tekjuviðmið, raðist umsóknir í forgangsröð eftir ákveðnum matsviðmiðum þar sem m.a. sé höfð hliðsjón af núverandi húsnæðisaðstæðum, heilsufari, félagslegum aðstæðum og tekjum. Við lok greiningar séu reiknuð stig fyrir hvern þátt fyrir sig. Útkoman sé skráð á lista sem hafður sé til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis. Úthlutun ráðist eingöngu af fyrrgreindum atriðum. Hægt sé að bera niðurstöður úthlutunarfunda undir úrskurðanefnd velferðarmála. Þá segir Svanhvít að of algengt sé að mygla og raki komi í ljós að afhendingu lokinni. „Móðir barnabarnanna minna, með fjögur börn, fékk úthlutaðri íbúð sem lekur, móða á milli glerja, ónýtur bakaraofn, klósettið lak, göt á öllum hurðum. Íbúðin var rakamæld af fagmanni og það er 90% raki í útvegg,“ segir Svanhvít.Umrædd íbúð í GrafarvogiSkjáskot úr fréttÞrátt fyrir myglu verði hún að sætta sig við aðstæður, enda hafi hún ekki í önnur hús að venda. „Nei hún verður bara að sætta sig við þetta. Hún fær ekki afslátt af húsaleigu. Þarna býr hún með lítil börn sem eru hóstandi á astmalyfjum og hóstastillandi lyfjum. Hún verður bara að sætta sig við þetta. Þetta er ekki boðlegt lengur. Það verður að gera eitthvað,“ segir Svanhvít.Hvað þarf að gerast? „Það þarf algjörlega að hreinsa til í kerfinu. Algjörlega,“ segir Svanhvít. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Allt of algengt er að raki og mygla sé í úthlutuðu félagslegu húsnæði að sögn húsmóður. Í Grafarvogi býr einstæð móðir með fjögur ung börn í slíku húsnæði sem lekur vegna myglu. Henni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar með börnum sínum sem eru orðin veik af astma vegna ástandsins að sögn húsmóður. Í kvöldfréttum höfum við fjallað um stöðu heimilislausra og langan biðtíma þeirra eftir íbúð. Dæmi séu um að fjölskyldur bíði heimilislausar í sjö ár eftir íbúð. Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins fer nú fram á að biðlistinn verði greindur sökum langs biðtíma. Svanhvít Tómasdóttir þekkir biðina af eigin raun, sem hún segir ömurlega. „Hún er hreint út sagt ömurleg. Ég beið í þrjú ár og horfði á fólk sem var ekki búið að vera nema í þrjá mánuði á lista tekið fram fyrir mann. Það fer eftir því hvort þú þekkir einhvern í úthlutnarnefnd, hvort þú fáir fyrr úthlutað,“ segir Svanhvít Tómasdóttir, húsmóðir. Reykjavíkurborg vísar fullyrðingu Svanhvítar algjörlega á bug. Úthlutanir í félagslegt leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar fari fram á sérstökum fundi úthlutunarteymis. Fullnægi umsækjandi þeim skilyrðum sem eru sett fyrir umsókn, s.s. tekjuviðmið, raðist umsóknir í forgangsröð eftir ákveðnum matsviðmiðum þar sem m.a. sé höfð hliðsjón af núverandi húsnæðisaðstæðum, heilsufari, félagslegum aðstæðum og tekjum. Við lok greiningar séu reiknuð stig fyrir hvern þátt fyrir sig. Útkoman sé skráð á lista sem hafður sé til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis. Úthlutun ráðist eingöngu af fyrrgreindum atriðum. Hægt sé að bera niðurstöður úthlutunarfunda undir úrskurðanefnd velferðarmála. Þá segir Svanhvít að of algengt sé að mygla og raki komi í ljós að afhendingu lokinni. „Móðir barnabarnanna minna, með fjögur börn, fékk úthlutaðri íbúð sem lekur, móða á milli glerja, ónýtur bakaraofn, klósettið lak, göt á öllum hurðum. Íbúðin var rakamæld af fagmanni og það er 90% raki í útvegg,“ segir Svanhvít.Umrædd íbúð í GrafarvogiSkjáskot úr fréttÞrátt fyrir myglu verði hún að sætta sig við aðstæður, enda hafi hún ekki í önnur hús að venda. „Nei hún verður bara að sætta sig við þetta. Hún fær ekki afslátt af húsaleigu. Þarna býr hún með lítil börn sem eru hóstandi á astmalyfjum og hóstastillandi lyfjum. Hún verður bara að sætta sig við þetta. Þetta er ekki boðlegt lengur. Það verður að gera eitthvað,“ segir Svanhvít.Hvað þarf að gerast? „Það þarf algjörlega að hreinsa til í kerfinu. Algjörlega,“ segir Svanhvít.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira