Mikilvægt að farþegar haldi sér vakandi um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 10:58 Umferðin verður eflaust þung um helgina og því að ýmsu að huga. Vísir Framundan er mesta ferðahelgi ársins. Tugþúsundir ökumanna halda út á þjóðvegina í leit að skemmtunum, sem fram fara um allt land í tilefni frídags verslunarmanna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir hjá VÍS segir að mörgu þurfi að huga áður en ökumenn setjast undir stýri. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að hafa þolinmæðina í fyrirrúmi. Umferðin verði þung og því gott að flýta sér hægt. Þar að auki skili framúrakstur í löngum bílaröðum nákvæmlega engu - engu öðru en aukinni hættu á framanákeyrslum. Það eru þó ekki aðeins bílstjórar sem bera ábyrgð í umferðinni. Sigrún segir að það sé einnig mikilvægt fyrir farþega að leggja hönd á plóg þegar haldið er af stað. Til að mynda ættu þeir að halda sér vakandi eftir fremsta megni svo að þeir geti veitt bílstjóranum félagsskap - án þess þó að trufla hann við aksturinn. Það sé góð leið til að tryggja að bílstjórinn haldist vakandi meðan á akstrinum stendur, en fjöldamörg slys má rekja til þreytu ökumanna. Sigrún segir að rannsóknir bendi til að þreyta sé fjórða algengasta orsök banaslys í umferðinni hér á landi. Kannanir Samgöngustofu gefi til kynna að um helmingur ökumanna hafi orðið snögglega þreyttur undir stýri á síðustu 6 mánuðum. Fjögur prósent þeirra segjast svo hafa sofnað undir stýri. Þegar þreytan fer að gera vart við sig segir Sigrún að það sé gott ráð að stöðva aksturinn og fá sér frískt loft eða eitthvað að borða. Þá geti einnig gert gæfumuninn að leggja sig í 15 mínútur áður en ferðinni er haldið áfram. Þá bendir Sigrún á mikilvægi bílbeltanna. Talið er að um 20% þeirra sem létust í umferðarslysum á síðastliðnum 10 árum væru enn á lífi ef þeir hefðu notað bílbelti. Næstum helmingur allra sem láta lífið í banaslysum var ekki í bílbelti. Einnig er mikilvægt að ganga vel frá öllum farangri - enda „margfaldar hann þyngd sína ef eitthvað gerist.“ Sigrún tekur farsíma sem dæmi, sem hún segir geta orðið allt að 13 kíló að þyngd fari þeir á flug eftir árekstur á 90 kílómetra hraða. Þrátt fyrir umferðarþunga segir Sigrún að umferðin um verslunarmannahelgina hafa gengið stórslysalaust fyrir sig á síðustu árum. Engu að síður fari alvarlegum umferðarslysum fjölgandi og er það, að mati Sigrúnar, þróun sem þarf að snúa við. Hér að neðan má heyra spjall Sigrúnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Samgöngur Tengdar fréttir Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30 Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54 Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Framundan er mesta ferðahelgi ársins. Tugþúsundir ökumanna halda út á þjóðvegina í leit að skemmtunum, sem fram fara um allt land í tilefni frídags verslunarmanna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir hjá VÍS segir að mörgu þurfi að huga áður en ökumenn setjast undir stýri. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að hafa þolinmæðina í fyrirrúmi. Umferðin verði þung og því gott að flýta sér hægt. Þar að auki skili framúrakstur í löngum bílaröðum nákvæmlega engu - engu öðru en aukinni hættu á framanákeyrslum. Það eru þó ekki aðeins bílstjórar sem bera ábyrgð í umferðinni. Sigrún segir að það sé einnig mikilvægt fyrir farþega að leggja hönd á plóg þegar haldið er af stað. Til að mynda ættu þeir að halda sér vakandi eftir fremsta megni svo að þeir geti veitt bílstjóranum félagsskap - án þess þó að trufla hann við aksturinn. Það sé góð leið til að tryggja að bílstjórinn haldist vakandi meðan á akstrinum stendur, en fjöldamörg slys má rekja til þreytu ökumanna. Sigrún segir að rannsóknir bendi til að þreyta sé fjórða algengasta orsök banaslys í umferðinni hér á landi. Kannanir Samgöngustofu gefi til kynna að um helmingur ökumanna hafi orðið snögglega þreyttur undir stýri á síðustu 6 mánuðum. Fjögur prósent þeirra segjast svo hafa sofnað undir stýri. Þegar þreytan fer að gera vart við sig segir Sigrún að það sé gott ráð að stöðva aksturinn og fá sér frískt loft eða eitthvað að borða. Þá geti einnig gert gæfumuninn að leggja sig í 15 mínútur áður en ferðinni er haldið áfram. Þá bendir Sigrún á mikilvægi bílbeltanna. Talið er að um 20% þeirra sem létust í umferðarslysum á síðastliðnum 10 árum væru enn á lífi ef þeir hefðu notað bílbelti. Næstum helmingur allra sem láta lífið í banaslysum var ekki í bílbelti. Einnig er mikilvægt að ganga vel frá öllum farangri - enda „margfaldar hann þyngd sína ef eitthvað gerist.“ Sigrún tekur farsíma sem dæmi, sem hún segir geta orðið allt að 13 kíló að þyngd fari þeir á flug eftir árekstur á 90 kílómetra hraða. Þrátt fyrir umferðarþunga segir Sigrún að umferðin um verslunarmannahelgina hafa gengið stórslysalaust fyrir sig á síðustu árum. Engu að síður fari alvarlegum umferðarslysum fjölgandi og er það, að mati Sigrúnar, þróun sem þarf að snúa við. Hér að neðan má heyra spjall Sigrúnar við Bítið á Bylgjunni í morgun.
Samgöngur Tengdar fréttir Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30 Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54 Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30
Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29