Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Kjartan Kjartansson og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 31. júlí 2018 19:54 Níu af hverjum tíu ökumönnum á aldrinum 18-44 ára nota snjallsíma ólöglega undir stýri þrátt fyrir að þeir telji slíkt athæfi hættulegt. Þetta kemur fram í rannsókn sem tryggingafélagið Sjóvá hefur látið gera. Verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá segir þá sem nota snjallsíma undir stýri grafa undan umferðaröryggi. Rannsóknin á snjallsímanotkun undir stýri leiddi í ljós að 90% af yngri ökumönnum noti síma sína ólöglega í umferðinni. Rúmur þriðjungur les eða sendir skilaboð undir stýri, tæpur helmingur talar í símann án handfrjáls búnaðar og sama hlutfall lítur á símann og les tilkynningar við akstur. Engu að síður töldu 60% ökumanna sig vita hversu ströng viðurlög eru við símnotkun undir stýri og nánast allir svarendur töldu hættulegt að nota símann við akstur. Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir snjallsímanotkunina í umferðinni eitt stærsta áhyggjuefni síðari ára og spyr hvort að síminn sé virkilega svo mikilvægur. „Menn virðast gera sér alveg fullkomna grein fyrir að þetta er hættulegt og að þetta hafi mikil áhrif á aksturshæfni en það er samt sem áður stór meirihluti sem gerir þetta samt sem áður,“ segir hún.Ógna eigin öryggi og annarra Notkunin hefur aukist töluvert frá sambærilegri könnun sem Sjóvá lét gera árið 2015. Karlotta segir að ef allir þeir sem tala í síma án handfrjáls búnaðar undir stýri samkvæmt rannsókninni fengju eina sekt á ári fyrir athæfið þá næmi upphæðin um 4,3 milljörðum króna samanlagt. Karlotta segir þörf á samfélagslegu átaki, öflugri forvörnum og fordæmingu á þessari hegðun. Þeir sem noti snjallsíma undir stýri ógni ekki aðeins eigin öryggi heldur einnig annarra í umferðinni. Margt bendi til þess að snjallsímanotkun ökumanna stuðli að slysum. Fá raungögn séu til um slík slys hér á landi en í Bandaríkjunum megi rekja eitt af hverjum fjórum slysum í umferðinni til símnotkunar undir stýri. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Níu af hverjum tíu ökumönnum á aldrinum 18-44 ára nota snjallsíma ólöglega undir stýri þrátt fyrir að þeir telji slíkt athæfi hættulegt. Þetta kemur fram í rannsókn sem tryggingafélagið Sjóvá hefur látið gera. Verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá segir þá sem nota snjallsíma undir stýri grafa undan umferðaröryggi. Rannsóknin á snjallsímanotkun undir stýri leiddi í ljós að 90% af yngri ökumönnum noti síma sína ólöglega í umferðinni. Rúmur þriðjungur les eða sendir skilaboð undir stýri, tæpur helmingur talar í símann án handfrjáls búnaðar og sama hlutfall lítur á símann og les tilkynningar við akstur. Engu að síður töldu 60% ökumanna sig vita hversu ströng viðurlög eru við símnotkun undir stýri og nánast allir svarendur töldu hættulegt að nota símann við akstur. Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir snjallsímanotkunina í umferðinni eitt stærsta áhyggjuefni síðari ára og spyr hvort að síminn sé virkilega svo mikilvægur. „Menn virðast gera sér alveg fullkomna grein fyrir að þetta er hættulegt og að þetta hafi mikil áhrif á aksturshæfni en það er samt sem áður stór meirihluti sem gerir þetta samt sem áður,“ segir hún.Ógna eigin öryggi og annarra Notkunin hefur aukist töluvert frá sambærilegri könnun sem Sjóvá lét gera árið 2015. Karlotta segir að ef allir þeir sem tala í síma án handfrjáls búnaðar undir stýri samkvæmt rannsókninni fengju eina sekt á ári fyrir athæfið þá næmi upphæðin um 4,3 milljörðum króna samanlagt. Karlotta segir þörf á samfélagslegu átaki, öflugri forvörnum og fordæmingu á þessari hegðun. Þeir sem noti snjallsíma undir stýri ógni ekki aðeins eigin öryggi heldur einnig annarra í umferðinni. Margt bendi til þess að snjallsímanotkun ökumanna stuðli að slysum. Fá raungögn séu til um slík slys hér á landi en í Bandaríkjunum megi rekja eitt af hverjum fjórum slysum í umferðinni til símnotkunar undir stýri.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira