Samgöngustofa segir leyfi til að „skutla“ á Þjóðhátíð ekki fyrir hendi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 15:00 RIB-bátur, eða harðskeljabátur, á fleygiferð. vísir/óskar friðriksson Fyrirtækið Ribsafari, sem býður upp á „skutl“ með svokölluðum RIB-bátum á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina, hefur ekki heimild til fólksflutninga. Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemina. Ribsafari telur fyrirtækið starfa innan siglingaheimildar sinnar. Samgöngustofa sendi í gær athugasemd á bæði Landhelgisgæsluna og Ribsafari, fyrirtæki sem býður upp á ferðir með RIB-bátum, harðskeljabátum sem taka 12 manns í sæti. Athugasemdin lýtur að því að RIB-bátar eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða og þá hafi leyfi fyrir starfsemi bátanna ákveðnar takmarkanir.Einungis Herjólfur með leyfi til fólksflutninga Ribsafari býður þjóðhátíðargestum upp á „skutl“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina með áðurnefndum RIB-bátum. Boðið er upp á áætlunarferðir frá Landeyjahöfn til Eyja föstudaginn 3. ágúst og til baka mánudaginn 6. ágúst. Ferðirnar eru auglýstar sem „skemmtiferðir“ eða „skemmtisiglingar“ en fyrirtæki sem gera út RIB-báta hafa vissulega heimild til slíkra útsýnis- og skoðunarferða, að því er segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt skilgreiningu gildir leyfið þó aðeins um ferðir sem hefjast og enda á sama stað. Þannig hafi Ribsafari ekki heimild til þess að flytja farþega milli staða, líkt og virðist uppi á teningnum nú, en í svari Samgöngustofu kemur fram að nokkur greinarmunur sé gerður á þessum leyfum, t.d. hvað varðar kröfur til skipanna, aðbúnaðar, réttinda og mönnunar.Fjöldi fólks leggur leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ár hvert, flestir sjóleiðis.Vísir/Vilhelm„Einungis Herjólfur hefur nú farþegaleyfi til flutninga á fólki til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Útgerð sem kynni að óska eftir leyfi til þessara siglinga þyrfti farþegaleyfi en forsenda fyrir því er að uppfylla viðeigandi reglur um atvinnubáta (farþegaskip),“ segir í svari Samgöngustofu.Landhelgisgæslan vísar á lögreglu Laila Pétursdóttir hjá Ribsafari segir í samtali við Vísi að fyrirtækið telji sig starfa innan marka þess siglingaleyfis sem þeim var veitt, þ.e. leyfis til útsýnis- og skoðunarferða. Þau haldi því áfram siglingum sínum um helgina. Landhelgisgæslan staðfestir að stofnuninni hafi borist ábending um farþegaflutninga með RIB-bátum frá Samgöngustofu. Ábendingunni hafi verið komið áfram á lögregluna í Vestmannaeyjum og því á hennar ábyrgð að aðhafast eitthvað í málinu, þyki tilefni til. Lögreglan í Vestmannaeyjum kannaðist hins vegar ekki við að hafa fengið athugasemdir Samgöngustofu inn á borð til sín þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum í dag. Samgöngur Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Fyrirtækið Ribsafari, sem býður upp á „skutl“ með svokölluðum RIB-bátum á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina, hefur ekki heimild til fólksflutninga. Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemina. Ribsafari telur fyrirtækið starfa innan siglingaheimildar sinnar. Samgöngustofa sendi í gær athugasemd á bæði Landhelgisgæsluna og Ribsafari, fyrirtæki sem býður upp á ferðir með RIB-bátum, harðskeljabátum sem taka 12 manns í sæti. Athugasemdin lýtur að því að RIB-bátar eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða og þá hafi leyfi fyrir starfsemi bátanna ákveðnar takmarkanir.Einungis Herjólfur með leyfi til fólksflutninga Ribsafari býður þjóðhátíðargestum upp á „skutl“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina með áðurnefndum RIB-bátum. Boðið er upp á áætlunarferðir frá Landeyjahöfn til Eyja föstudaginn 3. ágúst og til baka mánudaginn 6. ágúst. Ferðirnar eru auglýstar sem „skemmtiferðir“ eða „skemmtisiglingar“ en fyrirtæki sem gera út RIB-báta hafa vissulega heimild til slíkra útsýnis- og skoðunarferða, að því er segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt skilgreiningu gildir leyfið þó aðeins um ferðir sem hefjast og enda á sama stað. Þannig hafi Ribsafari ekki heimild til þess að flytja farþega milli staða, líkt og virðist uppi á teningnum nú, en í svari Samgöngustofu kemur fram að nokkur greinarmunur sé gerður á þessum leyfum, t.d. hvað varðar kröfur til skipanna, aðbúnaðar, réttinda og mönnunar.Fjöldi fólks leggur leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ár hvert, flestir sjóleiðis.Vísir/Vilhelm„Einungis Herjólfur hefur nú farþegaleyfi til flutninga á fólki til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Útgerð sem kynni að óska eftir leyfi til þessara siglinga þyrfti farþegaleyfi en forsenda fyrir því er að uppfylla viðeigandi reglur um atvinnubáta (farþegaskip),“ segir í svari Samgöngustofu.Landhelgisgæslan vísar á lögreglu Laila Pétursdóttir hjá Ribsafari segir í samtali við Vísi að fyrirtækið telji sig starfa innan marka þess siglingaleyfis sem þeim var veitt, þ.e. leyfis til útsýnis- og skoðunarferða. Þau haldi því áfram siglingum sínum um helgina. Landhelgisgæslan staðfestir að stofnuninni hafi borist ábending um farþegaflutninga með RIB-bátum frá Samgöngustofu. Ábendingunni hafi verið komið áfram á lögregluna í Vestmannaeyjum og því á hennar ábyrgð að aðhafast eitthvað í málinu, þyki tilefni til. Lögreglan í Vestmannaeyjum kannaðist hins vegar ekki við að hafa fengið athugasemdir Samgöngustofu inn á borð til sín þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum í dag.
Samgöngur Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46
Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15
Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50