Erlent

Zombie Boy er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Zombie Boy varð 32 ára gamall.
Zombie Boy varð 32 ára gamall. Vísir/Getty

Fyrirsætan Rick Genest, sem er betur þekktur sem Zombie Boy, er látinn, 32 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir beina- og líffærahúðflúr sín og birtist meðal annars í tónlistarmyndbandi Lady Gaga við lagið Born This Way.

Genest fannst látinn á heimili sínu í Montreal í Kanada og talið að hann hafi svipt sig lífi, að því er fram kemur í frétt BBC.

Lady Gaga minnist Genest á samfélagsmiðlum, segir að missirinn sé gríðarlega mikill og að nauðsynlegt sé að opna betur umræðuna um andleg veikindi.

Genest starfaði meðal annars sem fyrirsæta fyrir franska hönnuðinn Thierry Mugler, kom fram í japanska Vogue og var um tíma andlit Rocawear-tískulínu Jay-Z.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.