Erlent

Zombie Boy er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Zombie Boy varð 32 ára gamall.
Zombie Boy varð 32 ára gamall. Vísir/Getty
Fyrirsætan Rick Genest, sem er betur þekktur sem Zombie Boy, er látinn, 32 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir beina- og líffærahúðflúr sín og birtist meðal annars í tónlistarmyndbandi Lady Gaga við lagið Born This Way.

Genest fannst látinn á heimili sínu í Montreal í Kanada og talið að hann hafi svipt sig lífi, að því er fram kemur í frétt BBC.

Lady Gaga minnist Genest á samfélagsmiðlum, segir að missirinn sé gríðarlega mikill og að nauðsynlegt sé að opna betur umræðuna um andleg veikindi.

Genest starfaði meðal annars sem fyrirsæta fyrir franska hönnuðinn Thierry Mugler, kom fram í japanska Vogue og var um tíma andlit Rocawear-tískulínu Jay-Z.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.