Bíó og sjónvarp

Þúsundir lögðu á sig fjögurra tíma fjallgöngu til að sjá nýjustu Mission Impossible á toppi Predikunarstólsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Áhorfendur á toppi Predikunarstólsins í Noregi.
Áhorfendur á toppi Predikunarstólsins í Noregi. Vísir/Getty
Þúsundir lögðu leið sína að Predikunarstólnum í Noregi til að vera viðstaddir forsýningu á sjöttu myndinni í Mission Impossible-kvikmyndaseríunni. Sjötta myndin heitir Fallout og skartar sem fyrr Tom Cruise í aðalhlutverki ásamt Henry CavillSimon PeggRebeccu FergusonAlec Baldwin, Angelu Bassett og Ving Rhames

Athugið að þessi grein gæti spillt áhorfi þeirra sem eiga eftir að sjá myndina. Þeir sem vilja sjá myndina án þess að vita nokkuð um söguþráð hennar eru beðnir um að hætta lestri.

Áhorfendur þurftu að hafa með sér vasaljós á sýningunni.Vísir/Getty
Síðasta áhættuatriðið í þessari mynd var tekið upp hjá Predikunarstólnum sem er stór klettur á norðurhlið Lysefjords í sveitarfélaginu Forsand.

Kletturinn er afar vinsæll á meðal ferðamanna en kvikmyndaverið Paramount, sem framleiðir Mission Impossible-myndirnar, ákvað að halda sérstaka sýningu á sjöttu myndinni á toppi klettsins, sem er í 610 metra hæð yfir sjávarmáli, til að þakka fyrir sig.

Cruise deildi mynd frá sýningunni á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði 2.000 manns hafa lagt á sig fjögurra tíma göngu til að geta séð myndina á topp klettsins.

Fallout-myndin er sú mynd í þessari kvikmyndaseríu sem hefur fengið bestu dómana. Gagnrýnandi IndiWire segir hana vera bestu hasarmynd áratugarins. 

Áhorfendur þurftu að ganga í fjóra tíma til að komast á topp klettsins.Vísir/Getty

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×