Lífið

Cruise birtir myndband af einstaklega flóknu áhættuatriði hans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tom Cruise snýr aftur sem Ethan Hunt.
Tom Cruise snýr aftur sem Ethan Hunt. Vísir

Bandaríski leikarinn Tom Cruise leikur í flestum sínum áhættuatriðum sjálfur og á því varð engin breyting við tökur á nýjustu Mission Impossible myndinni.

Hefur Cruise birt myndband þar sem skyggnst er bak við tjöldin á atriði þar sem Cruise fer í fallhlífarstökk úr 25 þúsund feta hæð, sem eru um 7,6 kílómetrar.

Eins og sjá má í myndbandinu var það einstaklega flókið en samhliða Cruise stökk myndatökumaður til þess að festa stökkið á filmu. Til þess að ná sem bestri lýsingu var aðeins hægt að stökkva einu sinni á dag en mikill undirbúningur fór fram í vindgöngum.

Segir Christopher McQuarrie, leikstjóri myndarinnar, að alls hafi Cruise stokkið rúmlega 100 sinum til þess að ná hinu fullkomna skoti. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.