Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ítarleg umfjöllun um Skaftárhlaup verður í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30. Hlaupið braust undan jökli eftir hádegi í dag og er vöxtur í ám hraðari en gert var ráð fyrir. Í þessum töluðu orðum er verið að rýma svæðið í kringum jökulinn en fjöldi göngumanna er á svæðinu.

Einnig verður fjallað um stærstu ferðahelgi ársins og hvernig hún fer af stað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur umferðin gengið ágætlega fyrir utan umferðarslys á Suðurlandsvegi nálægt Hellu þar flytja þurfti þrjá á bráðadeild.

Í fréttatímanum heyrum við meðal annars í Eyjaförum og innipúkum sem ætla að vera í bænum yfir verslunarmannahelgina.

Arion banki hefur til skoðunar að selja Valitor en um fjögur hundruð manns vinna hjá fyrirtækinu. Rætt verður við Höskuld H. Ólafsson, bankastjóra, um væntanlega sölu.

Einnig skoðum við eitt glæsilegasta seglskip í heimi sem er í Reykjavíkurhöfn og við förum í heimsókn til hjóna sem opna handavinnusafn í bílskúrnum. Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×