Innlent

Gæslan sækir veikan farþega skemmtiferðaskips

Kjartan Kjartansson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni. Vísir/Ernir
Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leiðinni að skemmtiferðaskipi á milli Íslands og Jan Mayen til að sækja veikan farþega. Farþeginn verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eða á Akureyri.

Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar var búist við því að þyrlan kæmi að skipinu um klukkan hálf tíu í kvöld. Skipið er nánast miðja vegu á milli Íslands og Jan Mayen, 135 sjómílur norðnorðaustur af Melrakkasléttu.

Upplýsingar um alvarleika veikindanna og skemmtiferðaskipið voru ekki fáanlegar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×