Innlent

Þuklað á konu í Herjólfsdal

Bergþór Másson skrifar
Herjólfsdalur.
Herjólfsdalur. Vísir/Jói K
Erilsamt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en eins og Vísir greindi frá í morgun gistu 5 fangageymslur eftir gærkvöldið og nóttina. Maður var handtekinn fyrir að áreita konu kynferðislega en hann þuklaði á henni þar sem hún var stödd á bílastæði í Herjólfsdal. Vitni voru að atvikinu.

Áberandi ölvaður maður tók árabát og réri út á höfnina og þurftu lögreglumenn að fara á báti til að sækja hann. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og var handtekinn.

Fíkniefnamálum fjölgaði frá því í gær og eru þau orðin 31 talsins sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Mest eru þetta svokölluð neyslumál en í einhverjum þeirra er grunur um sölu. Efnin sem haldlögð hafa verið eru kókaín, amfetamín, kannabis, E-töflur og MDMA.

Þetta kemur fram í Facebook færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×