Innlent

Félagsmálaráðherra stýrir „Súper gulrótum“ í körfubolta

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Vísir / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra er einn af átta þúsund gestum á unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands í Þorlákshöfn. Ráðherrann hefur í nógu að snúast á mótinu með stelpurnar sínar þrjár, auk þess að stýra kvennaliði í körfubolta sem kallar sig „Súper gulrætur“. 

Liðið er skipað stelpum úr Borgarfirði sem hafa staðið sig vel á landsmótinu í körfubolta.  Keppt er í um tuttugu keppnisgreinum á mótinu sem lýkur formlega í kvöld með flugeldasýningu.

Einbeittur félagsmálaráðherra gefur stelpunum góð ráð áður en þær fóru inn á völlinn að keppa í körfubolta.Vísir / Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×