Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Hlaupvatn farið að flæða inn á þjóðveg 1 rétt austan við Brest, vestan Kirkjubæjarklausturs. Vegurinn er þó opinn en lögregla biður ökumenn um að fara varlega.

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 munum við fjalla ítarlega um stöðuna á Skaftárhlaupi. Við sjáum myndir af þróuninni í jöklinum en vísindamenn flugu þar yfir í gær og var tökumaður Stöðvar 2 með í för. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður er staddur við brúna við Eldvatn og mun lýsa vextinum í ánni, ræða við bændur á svæðinu og aðra sem hafa verið þar í dag.

Einnig fjöllum við um Verslunarmannahelgina og hátíðir víða um land. En að sögn lögreglu hafa hátíðir gengið vel og áfallalaust. Við skreppum til Eyja og fáum nasaþef af stemningunni í Dalnum, við förum einnig til Akureyrar og fylgjumst með ungmennum á landsmóti í Þorlákshöfn.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30. Hægt er að fylgjast með útsendingunni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×