Innlent

Ferðalangar varaðir við hvassviðri víða um land í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mestu hviðurnar gætu orðið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Mestu hviðurnar gætu orðið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Vísir/Andri Marinó

Hvasst verður víða á landinu í dag en búast má við vindi um 15,-18 m/s, og hviðum um 25 m/s, á sunnanverðu Snæfellsnesi, með Suðausturströndinni og á heiðum norðvestan- og vestanlands. Eru ökumenn bifreiða sem taka á sig mikinn vind því beðnir að sýna varkárni, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Þá er búist við dálítilli rigningu suðaustanlands og einnig þykknar upp og fer að rigna víða um norðvanvert landið með deginum. Annars staðar á landinu verður skýjað með köflum og víða bjartviðri suðvestantil. Hiti 7 til 13 stig en allt að 18 stig sunnanlands. Í nótt gengur í norðan 15-23 m/s um austanvert landið, hvassast á Suðausturlandi austan Öræfajökuls og á annesjum á Austfjörðum, með talsverðri eða mikilli rigninu á Austurlandi, á hálendinu norðan Vatnajökuls og á norðanverðum Austfjörðum. Á Suðausturlandi verður úrkomulítið.

Hægari vindur verður um landið vestanvert, 10-15 m/s, og dálítil rigning norðanlands og á Vestfjörðum en þurrt og bjart suðvestantil. Síðdegis á morgun dregur úr vindi á Austfjörðum en hvessir í 15-20 m/s á sunnanverðu hálendinu, vestan Öræfajöklus og undir Eyjafjöllum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Norðanátt, víða 8-15 m/s en 15-20 austast. Rigning á Norðurlandi og talsverð eða mikil rigning á Austurlandi, skýjað með köflum um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 9 stig fyrir norðan, en 9 til 16 stig syðra.

Á miðvikudag:
Norðvestlæg átt, 3-10 m/s 10-13 m/s við NA-ströndina. Rigning norðaustantil og styttir upp með degium, en skýjað með köflum annars staðar. Hiti 4 til 7 stig á norðanverðu landinu, en annars 7 til 14 stig og hlýjast sunnanlands.

Á fimmtudag:
Norðvestlæg átt, 3-8 og skyjað með köflum en víða bjartviðri syðra. Hiti 6 til 9 stig norðaustantil, en 9 til 15 stig sunnan- og vestanlands.

Á föstudag og laugardag:
Hæg suðlæg átt og bjart með köflum. Hiti 8 til 15 stig, svalast við norður- og austurströndina.

Á sunnudag:
Fremur hæg suðvestlæg átt og víða skýjað vestantil á landinu en bjartviðri eystra. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.