Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Tvö mál eru til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum þar sem grunur er um kynferðisbrot. Fjallað verður um hvernig verslunarmannahelgin gekk í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 með upplýsingum frá lögreglu, Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og öðrum viðbragðsaðilum sem hafa staðið vaktina alla helgina.

Einnig fjöllum við áfram um Skaftárhlaup og afleiðingar þess á vegi og land í tímanum. Bændur í Skaftárhreppi hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn, sem hefja á framkvæmdir við á næstu vikum. Telja þeir staðinn óheppilegan þar sem hlaup úr Skaftá hafi breytt vatnsrennslinu og grafið úr bökkum árinnar. Við ræðum við bændur í fréttatímanum.

Við tökum líka stöðuna á lokunum í verslunum á þessum frídegi verslunarmanna en formaður VR hefur gagnrýnt að verslanir og þjónustuaðilar hafi opið þennan dag. Að lokum hittum við þrjár 100 ára konur sem gefa mismunandi ástæður fyrir háum aldri. Þetta og margt fleira í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Smelltu hér til að horfa á kvöldfréttir Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×