Yfir hundrað hlaupa fyrir Ágúst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 19:00 Um hundrað manns hafa ákveðið að hlaupa fyrir félaga sinn í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en hann greindist með MND sjúkdóminn fyrir ári . Eiginkona hans segir þetta einn stærsta stuðningshópinn hingað til en markmiðið er að safna fimm milljónum króna fyrir MND félagið á Íslandi. Þremur dögum eftir fimmtugsafmæli Ágústar Guðmundssonar körfuboltaþjálfara og athafnamanns á Akureyri greindist hann með MND sjúkdóminn. Í apríl á þessu ári hvatti hann fjölskyldu og vini til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar MND félaginu. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í áskorunina og í kringum hann er hópur sem heitir Hlaupum fyrir Ágúst. Guðrún Gísladóttir eiginkona hans segir stóran hóp ætla að styðja málefnið. „Það eru mörg hundruð manns í hópnum „Hlaupum fyrir Ágúst“ en þeir sem ætla að hlaupa eru um hundrað og vonandi verða þeir ennþá fleiri,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að líklega sé þetta stærsti hópurinn sem hafi skráð sig hingað til. „Ég hugsa að þetta sé stærsti hópurinn sem er kominn hingað til og þegar kemur nær hlaupinu þá á hann eftir að stækka enn meira,“ segir hún. Guðrún segir Ágúst taka lífinu af miklu æðruleysi þrátt fyrir mikil veikindi. „Í dag á hann erfiðara með mál og öndun og finnur máttleysi í höndum og fótum,“ segir hún. Henning Henningsson félagi Ágústar er einn af þeim hundrað sem hefur nú þegar skrá sig í hlaupið. „Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig Ágúst hefur tæklað þennan erfiða sjúkdóm og hvernig Guðrún hefur stutt við bakið á honum. Það er mjög auðvelt að hrífast með og taka þátt í þessu með þeim,“ segir hann. Nú þegar hafa safnast um þrjár milljónir króna í áheit fyrir félagið. „Fjölskylda og vinir Ágústar eru talsmenn hópsins og stór hluti þeirra er fyrir norðan. Þá er mikill hópur úr körfuboltahreyfingunni sem er að taka þátt í þessu líka,“ segir hann að lokum. Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Um hundrað manns hafa ákveðið að hlaupa fyrir félaga sinn í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en hann greindist með MND sjúkdóminn fyrir ári . Eiginkona hans segir þetta einn stærsta stuðningshópinn hingað til en markmiðið er að safna fimm milljónum króna fyrir MND félagið á Íslandi. Þremur dögum eftir fimmtugsafmæli Ágústar Guðmundssonar körfuboltaþjálfara og athafnamanns á Akureyri greindist hann með MND sjúkdóminn. Í apríl á þessu ári hvatti hann fjölskyldu og vini til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar MND félaginu. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í áskorunina og í kringum hann er hópur sem heitir Hlaupum fyrir Ágúst. Guðrún Gísladóttir eiginkona hans segir stóran hóp ætla að styðja málefnið. „Það eru mörg hundruð manns í hópnum „Hlaupum fyrir Ágúst“ en þeir sem ætla að hlaupa eru um hundrað og vonandi verða þeir ennþá fleiri,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að líklega sé þetta stærsti hópurinn sem hafi skráð sig hingað til. „Ég hugsa að þetta sé stærsti hópurinn sem er kominn hingað til og þegar kemur nær hlaupinu þá á hann eftir að stækka enn meira,“ segir hún. Guðrún segir Ágúst taka lífinu af miklu æðruleysi þrátt fyrir mikil veikindi. „Í dag á hann erfiðara með mál og öndun og finnur máttleysi í höndum og fótum,“ segir hún. Henning Henningsson félagi Ágústar er einn af þeim hundrað sem hefur nú þegar skrá sig í hlaupið. „Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig Ágúst hefur tæklað þennan erfiða sjúkdóm og hvernig Guðrún hefur stutt við bakið á honum. Það er mjög auðvelt að hrífast með og taka þátt í þessu með þeim,“ segir hann. Nú þegar hafa safnast um þrjár milljónir króna í áheit fyrir félagið. „Fjölskylda og vinir Ágústar eru talsmenn hópsins og stór hluti þeirra er fyrir norðan. Þá er mikill hópur úr körfuboltahreyfingunni sem er að taka þátt í þessu líka,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira