Innlent

Biðlar til garðeigenda að klippa runna til að tryggja öryggi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þegar trjágróður og runnar hafa vaxið út fyrir lóðamörk hafa gangandi vegfarendur jafnan neyðst til að fara út á götu.
Þegar trjágróður og runnar hafa vaxið út fyrir lóðamörk hafa gangandi vegfarendur jafnan neyðst til að fara út á götu. Vísir/getty
Lögreglan á Vestfjörðum biðlar til garðeigenda að klippa runna sem vaxið hafa út fyrir lóðamörk og skyggja á útsýni ökumanna og gangandi vegfarenda.

Þetta kom fram í stöðuuppfærslu á Facebook síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum.

Þar kemur fram að sums staðar sé gróður orðinn það mikill að gangandi vegfarendur og fólk með barnavagna þurfi að fara af gangstéttum og út á götu.

Garðeigendur átta sig ekki allir á því að bannað er að láta trjágróður og runna vaxa út fyrir lóðamörk og þá tryggir það umferðaröryggi að ganga í sumarverkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×