Innlent

Máluðu regnbogann hjá Hegningarhúsinu þar sem maður sat inni fyrir samkynhneigð

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hinsegin dagar hófust klukkan 12 í dag þegar stjórn Hinsegin daga og borgarstjóri Reykjavíkur máluðu gleðirendur á Skólavörðustíg. Staðsetningin er táknræn en í fangelsinu ofar í götunni sat inni eini Íslendingurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir samkynhneigð.

Hvers vegna var þessi staðsetning valin?„Bæði vegna þess að regnboginn kemur mjög vel út hérna. En einnig vegna þess að í fangelsinu aðeins ofar í götunni sat inni eini Íslendingurinn fyrir samkynhneigð, en í húsinu þar á móti opnuðu Samtökin 78 sína fyrstu skrifstofu. Þessi gatnamót fangar því bæði fjandsemina sem hinsegin samfélagið hefur orðið fyrir en einnig baráttuna og sýnileikann sem samfélagið fékk eftir stofnun samtakanna,“ segir Gunnlaugur

Hinsegin dagar hafa verið haldnir árlega í Reykjavík frá árinu 1999Vísir/Vilhelm
Hinsegin dagar hafa verið haldnir árlega í Reykjavík frá árinu 1999 og hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári. Í ár standa Hinsegin dagar fram til 12. ágúst og á dagskránni eru ríflega 30 viðburðir af ýmsum toga, hápunktur hátíðarinnar er gleðigangan

„Gleðigangan er á laugardaginn og mun fara frá Hörpu að Hljómskálagarðinum. Þar sláum við upp heljarinnar tónleikum og fjöri,“ segir Gunnlaugur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.