Innlent

Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Suðurlandsvegi um Eldhraun á mánudag. Mikið vatn hefur flætt yfir veginn.
Frá Suðurlandsvegi um Eldhraun á mánudag. Mikið vatn hefur flætt yfir veginn. Mynd/Ágúst freyr bjartmarsson

Opnað hefur verið fyrir umferð á einni akrein á þjóðveginum í Eldhrauni. Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að enn flæði vatn yfir veginn en það hafi þó sjatnað nægilega til þess að hleypa um hann almennri umferð. Eins og áður sagði hefur verið opnað fyrir umferð á einni akrein og er umferðinni stýrt.

„Við stýrum umferðinni til skiptis, þannig að það komast allir. Það eru litlar tafir, bara fimm mínútna bið,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík.

Mikil umferð er á svæðinu að sögn Ágústs og hafa bílaraðir myndast báðum megin við vatnsflæmið. Aðspurður segir hann vonast til þess að vegurinn verði opnaður í báðar áttir seinna í dag.

„Vatnið rennur enn yfir en það er nógu grunnt öðrum megin til að keyra í því. Hinum megin er það of djúpt. Vonandi opnum við á eftir, og þá látum við vita,“ segir Ágúst.

Enn er akstursbann á brúnni yfir Eldvatn á vegi 208.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Á kortinu má sjá staðsetningu rennslisins yfir Suðurlandsveg og hjáleiðina um Meðallandsveg. Loftmyndir

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.