Innlent

Skaftárhlaup í rénun en vatnsmagn í Grenlæk og Tungulæk eyst

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Skaftárhlaup er nú í rénun.
Skaftárhlaup er nú í rénun. Vísir/Einar árnason

Rennsli Skaftár við Sveinstind fer nú minnkandi og var nærri 400 rúmmetra á sekúndu á hádegi í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvávakt Veðurstofu Íslands.

Rennsli niðri í byggð fer nú einnig minnkandi og mun draga úr vatnsmagni í Skaftá næstu daga en aftur á móti er vatnsmagn í Grenlæk og Tungulæk enn að aukast því þar skilar sér vatn sem runnið hefur út í Eldhraun og svo út í lækina.

Í úttekt á Skaftárhlaupinu frá árinu 2015 kemur fram að vatnshæð og þar með útbreiðsla flóða í Eldhrauni stjórnast að miklu leyti af grunnvatnsstöðu. Þannig verður útbreiðslu hlaupvatns á yfirborði mun meiri þegar grunnvatn stendur hátt.

Hér er hægt að nálgast úttekt Veðurstofunnar: Hættumat vegna jökulflóða í Skaftá

Þegar hlaupvatnið hættir að renna í hraunin fellur grunnvatnshæð að fyrri stöðu. Rennsli í Grenlæk og Tungulæk minnkar því um helming á um það bil 7-10 dögum eftir að jafnvægi er náð.

„Hlaupvatnið er mjög gruggugt og setið sem berst í hraunið með vatninu stíflar hraunið með tímanum og leitar fram við endurtekin flóð,“ segir í skýrslunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.