Lífið

Elín frumsýnir #metoo lagið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elín tileinkar og nefnir lagið #metoo baráttunni.
Elín tileinkar og nefnir lagið #metoo baráttunni.

„Lagið er innblásið af #metoo hreyfingunni og textinn lýsir í rauninni þeim aðstæðum sem konur geta lent í t.d. að verða „óvart“ óléttar og þurfa kannski að takast á við það einar,“ segir tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag.

Hún segir að ungar konur geti lent í erfiðum aðstæðum og fjalli lagið um þær aðstæður.

„Viðlagið fjallar um að vonandi getur #metoo hreyfingin orðið til góðs fyrir konur og menn, þannig að allir vanda sig betur að fíflast ekki með ástina eða í ástarmálum og vonandi er hún hvatning til kvenna að fara betur með sig og elska sig meira og virða.“

Hún vonar að karlmenn komi enn þá betur fram við konur.

„Þó þeir geri það nú mjög margir nú þegar þá mun hreyfingin vonandi fá okkur öll til að elska fallegar og vera betri hvert við annað, það er hugsunin með textanum. Ég hef lent í kynferðislegu ofbeldi sem ég kýs að tjá mig ekki um en annars var ég í ellefu ár í hjónabandi og síðan í einhverjum samböndum.  Ég var í einu mjög erfiðu sambandi þar sem ég upplifði mikla höfnun sem hafði djúpstæð áhrif á mig, svo ég stríði stundum við kvíða eða óöryggi. Ég hef verið einhleyp meira eða minna í nokkur ár og mér finnst það hafa styrkt mig.“

Hér að neðan má hlusta á lagið The #metoo song. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.