Innlent

Slökkvilið kallað út að húsnæði Flúðasveppa

Atli Ísleifsson skrifar
Brunavarnir Árnessýslu
Brunavarnir Árnessýslu Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Slökkvilið Árnessýslu var kallað út að húsnæði Flúðasveppa á Flúðum eftir að eldur kom upp í inntaksrými fyrir rafmagn í pökkunarhúsi.

Þetta staðfestir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í samtali við Vísi. Hann segir að húsið sem um ræðir sé um 200 til 300 metrar að stærð og hafi tilkynning borist skömmu fyrir klukkan 11.

Hann segir að starfsmönnum Flúðasveppa hafi sjálfum tekist að slökkva eldinn með duftslökkvitæki og vinnur slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Flúðum nú að reykræstingu.

Pétur segist ekki vita um hvort skemmdir á þessu stigi máls. „Þetta virðist hins vegar hafa varið mjög vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×