Innlent

Einn slasaður eftir umferðarslys í Kömbum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá slysstað í dag.
Frá slysstað í dag. Vísir/björn
Einn er slasaður eftir umferðarslys í Kömbum um hádegisbil í dag þegar flutningabíll hafnaði utan vegar. Veginum um Hellisheiði í austur var lokað eftir slysið í dag en opnað var fyrir umferð á ný á öðrum tímanum.

Að sögn Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu þurftu slökkviliðsmenn að beita klippum til að ná hinum slasaða út úr bílnum. Maðurinn sem slasaðist er bílstjóri flutningabílsins og var hann einn í bifreiðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi, er ekki talið að maðurinn sé alvarlega slasaður. Hann var fluttur af slysstað með þyrlu Landhelgisgæslunnar klukkan 13:15.

Að sögn Sveins voru viðbragðsaðilar enn að störfum á vettvangi um klukkan 14.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Skjáskot úr myndavél Vegagerðarinnar
Frá vettvangi.Aðsent
Mynd af vettvangi klukkan 12:27 í dag.Skjáskot/Vegagerðin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×