Innlent

Skipulagðir þjófar herjuðu á Skaftárhrepp

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningu lögreglunnar á Facebook segir að peningum og skartgripum hafi aðallega verið stolið.
Í tilkynningu lögreglunnar á Facebook segir að peningum og skartgripum hafi aðallega verið stolið. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurlandi segir þjófnaðarmál til rannsóknar og að þjófarnir virðist ganga skipulega til verks. Lögreglan segir aðila á hvítum smábíl hafa farið á milli bæja í Landbroti í Skaftárhreppi og bankað þar á dyr. Hafi einhver komið til dyra sögðust aðilarnir vera að leita að gistingu en annars hafi þeir farið inn og látið greipar sópa.

Í tilkynningu lögreglunnar á Facebook segir að peningum og skartgripum hafi aðallega verið stolið.

Þá eru þeir sem mögulega búa yfir einhverjum upplýsingum sem gætu komið lögreglu á spor þessara aðila beðnir um að senda lögreglu skilaboð á Facebook eða setja sig í samband í gegnum 112.

Lögreglan á Norðurlandi tilkynnti í gær að leit stæði yfir að erlendum ferðamanni sem hefði gengið á milli húsa í umdæminu og bankað á dyr eða jafnvel gengið inn. Hann hefði sagt fólki að hann væri að leita sér að gistingu. Ekki er vitað hvort maðurinn hafi verið á ferðinni í saknæmum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×