Fótbolti

Hjörtur góður í öflugum útisigri Bröndby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur átti góðan leik í Serbíu í kvöld.
Hjörtur átti góðan leik í Serbíu í kvöld. vísir/getty
Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Bröndby sem vann góðan 2-0 útisigur á FK Spartak Subotica frá Serbíu í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Leikurinn var fyrri leikur liðanna í þriðju umferð forkeppninnar en Dominik Kaiser kom þeim yfir á 29. mínútu er hann kláraði færið vel eftir undirbúning Anthony Jung.

Staðan 1-0 í hálfleik og það voru ekki liðnar nema tvær mínútur af síðari hálfleik er Hany Mukhtar tvöfaldaði forystunina fyrir Danina með laglegu skoti. Lokatölur 2-0.

Hjörtur stóð vaktina vel í vörn Bröndby og átti góðan leik. Bröndby mætir FCK á sunnudaginn í baráttunni um Kaupmannahöfn áður en þeir mæta Spartak í Kaupmannahöfn eftir viku.

Matthías Vilhjálmsson var ónotaður varamaður er Rosenborg vann 2-0 útisigur á Cork City. Svíinn Jonathan Levi gerði bæði mörk Rosenborgar og það í fyrri hálfleik; á 22. mínútu og á þeirri 44.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×