Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Þórdís Valsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:35 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni sem er á barnsaldri. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot. RÚV greinir frá. Samkvæmt frétt RÚV er maðurinn í ótímabundnu leyfi frá störfum en starf hans heyrir undir velferðarsvið borgarinnar. Maðurinn á ekki í beinum samskiptum við börn í starfi sínu. Kæran barst lögreglu í desember á síðasta ári.Áður kærður fyrir kynferðisbrot Fyrir þremur árum starfaði maðurinn hjá öðru sveitarfélagi en þá var maðurinn kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á ungum dreng. Í frétt RÚV um málið kemur fram að pilturinn hafi verið skjólstæðingur mannsins og áttu brotin að hafa átt sér stað nokkrum árum áður en kæra barst. Rannsókn lögreglu á málinu leiddi til þess að ekki var gefin út ákæra vegna þess. Maðurinn hætti störfum hjá því sveitarfélagi sem hann vann hjá áður á meðan rannsókn lögreglu stóð yfir. Eftir það hóf hann störf hjá stofnun á vegum ríkisins og var svo ráðinn til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann mun hafa greint yfirmanni sínum frá kæru piltsins. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í kvöld að hún gæti ekki tjáð sig um málið. Öll slík mál barna sem eigi lögheimili í Reykjavík rati á borð Barnaverndar. „Málið fer þá frá lögreglu til okkar en oftast eiga slík mál fyrstu lendingu hjá okkur og við komum þeim í farveg hjá lögreglu og barni í farveg í Barnahúsi,“ segir Halldóra. Hvorki náðist í Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs við vinnslu fréttarinnar, né Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni sem er á barnsaldri. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot. RÚV greinir frá. Samkvæmt frétt RÚV er maðurinn í ótímabundnu leyfi frá störfum en starf hans heyrir undir velferðarsvið borgarinnar. Maðurinn á ekki í beinum samskiptum við börn í starfi sínu. Kæran barst lögreglu í desember á síðasta ári.Áður kærður fyrir kynferðisbrot Fyrir þremur árum starfaði maðurinn hjá öðru sveitarfélagi en þá var maðurinn kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á ungum dreng. Í frétt RÚV um málið kemur fram að pilturinn hafi verið skjólstæðingur mannsins og áttu brotin að hafa átt sér stað nokkrum árum áður en kæra barst. Rannsókn lögreglu á málinu leiddi til þess að ekki var gefin út ákæra vegna þess. Maðurinn hætti störfum hjá því sveitarfélagi sem hann vann hjá áður á meðan rannsókn lögreglu stóð yfir. Eftir það hóf hann störf hjá stofnun á vegum ríkisins og var svo ráðinn til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann mun hafa greint yfirmanni sínum frá kæru piltsins. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í kvöld að hún gæti ekki tjáð sig um málið. Öll slík mál barna sem eigi lögheimili í Reykjavík rati á borð Barnaverndar. „Málið fer þá frá lögreglu til okkar en oftast eiga slík mál fyrstu lendingu hjá okkur og við komum þeim í farveg hjá lögreglu og barni í farveg í Barnahúsi,“ segir Halldóra. Hvorki náðist í Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs við vinnslu fréttarinnar, né Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira