Erlent

Sex hafa látið lífið í skógareldunum í Kaliforníu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Síðan eldarnir tóku sig upp fyrir rúmri viku hafa viðbragðsaðilar fundið níu einstaklinga sem tilkynnt var um að væri saknað. Sjö er þó enn saknað.
Síðan eldarnir tóku sig upp fyrir rúmri viku hafa viðbragðsaðilar fundið níu einstaklinga sem tilkynnt var um að væri saknað. Sjö er þó enn saknað. Vísir/AP
Sex hafa látið lífið í skógareldunum sem hafa geisað í norðurhluta Kaliforníu í rúma viku. Tvö börn eru á meðal hinna látinna.

Ástandið versnaði í gær því afar heitt var í veðri í landshlutanum samfara lágu rakastigi. Mikið hvassviðri hefur glætt skógareldana en veðuraðstæður í  norðurhluta Kaliforníu eru með versta móti og gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Þrátt fyrir að þúsundir slökkviliðsmanna séu á vettvangi breiðast eldarnir enn út.

Síðan eldarnir tóku sig upp fyrir rúmri viku hafa viðbragðsaðilar fundið níu einstaklinga sem tilkynnt var um að væri saknað. Sjö er þó enn saknað.

Eldarnir hafa valdið gífurlegri eyðileggingu, grandað um fimm hundruð byggingum og rifið tré upp með rótum.


Tengdar fréttir

Tvö börn meðal hinna látnu

Tvö börn og langamma þeirra eru meðal þeirra fimm sem látið hafa lífið í miklum skógareldum sem nú geisa í norðurhluta Kaliforníuríkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×