Stefna enn á 100 þúsund króna leiguverð Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. júlí 2018 20:00 Bygging íbúðarhúss í Urriðaholti fyrir starfsfólk IKEA er langt á veg kominn og vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í byrjun næsta árs. Framkvæmdastjórinn segir að þó leiguverð hafi hækkað nokkuð undanfarna mánuði verði vonandi hægt að leigja minnstu eignirnar út á um hundrað þúsund krónur á mánuði. Sagt var frá gangi mála í Morgunblaðinu í dag, en áformin um að byggja á fjórða tug hagkvæmra leiguíbúða voru kynnt vorið 2017. Byggingin er nú komin af teikniborðinu og yfir í fast form. Það kemur líklega fáum á óvart að á blokkinni eru gular hurðir og bláar rennur. „Það eru 34 íbúðir í húsinu, 25-60 fermetra. 25 fermetra íbúðirnar eru tuttugu talsins og eru í miðju húsinu og út við endana eru stærri íbúðir,“ segir Stefán R. Dagsson, verslunarstjóri IKEA.Leiguverð hækkað þónokkuð á tveimur árum Vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í febrúar 2019. Í upphaflegum áætlunum kvaðst Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, vona að ódýrustu eignirnar gætu leigst út á undir hundrað þúsund krónur á mánuði. „Frá því við fórum að tala um þetta fyrir tveimur árum síðan hefur leiga því miður hækkað þónokkuð mikið, en við erum enn að stefna að því að íbúðirnar verði umtalsvert ódýrari en gengur og gerist og vonandi bara sem næst 100 þúsund,“ segir Þórarinn. Upphaflegur tilgangur með byggingunni var að halda í starfsmenn og koma til móts við húsnæðiskrísu sem margir þeirra eru í. Stefán segir þetta enn eiga við, fullum fetum.Vilja gera lífið skemmtilegra „Við erum með 450 starfsmenn og það er mikil vöntun. Við erum með þónokkuð af útlendingum í vinnu, erlendu vinnuafli, og það er í alls konar húsnæði og við erum aðallega að gera þetta til að gera lífið aðeins skemmtilegra hjá fólki,“ segir Stefán. Þeir segja meginþorra íbúðanna ætlaðan starfsfólki IKEA, þó nokkrar gætu farið til tekjulágra hópa á borð við námsmenn. Þórarinn segir að íbúðunum sem eyrnamerktar eru IKEA fylgi óhjákvæmilega sú krafa að íbúar starfi á sama tíma hjá versluninni. Af því leiðir að þeir sem hætti störfum muni þurfa að flytja út. „Það er náttúrulega gefið eðlilegt svigrúm til að finna sér annað húsnæði þannig að ég sé ekki fyrir mér að neinum verði hent á götuna, en þetta hús er fyrst og fremst byggt til að koma til móts við þarfir starfsmanna minna. Þannig að mér finnst líklegt að það verði þannig að fólk missi húsnæðið á endanum þegar það hættir hjá okkur,“ segir Þórarinn. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Bygging íbúðarhúss í Urriðaholti fyrir starfsfólk IKEA er langt á veg kominn og vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í byrjun næsta árs. Framkvæmdastjórinn segir að þó leiguverð hafi hækkað nokkuð undanfarna mánuði verði vonandi hægt að leigja minnstu eignirnar út á um hundrað þúsund krónur á mánuði. Sagt var frá gangi mála í Morgunblaðinu í dag, en áformin um að byggja á fjórða tug hagkvæmra leiguíbúða voru kynnt vorið 2017. Byggingin er nú komin af teikniborðinu og yfir í fast form. Það kemur líklega fáum á óvart að á blokkinni eru gular hurðir og bláar rennur. „Það eru 34 íbúðir í húsinu, 25-60 fermetra. 25 fermetra íbúðirnar eru tuttugu talsins og eru í miðju húsinu og út við endana eru stærri íbúðir,“ segir Stefán R. Dagsson, verslunarstjóri IKEA.Leiguverð hækkað þónokkuð á tveimur árum Vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í febrúar 2019. Í upphaflegum áætlunum kvaðst Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, vona að ódýrustu eignirnar gætu leigst út á undir hundrað þúsund krónur á mánuði. „Frá því við fórum að tala um þetta fyrir tveimur árum síðan hefur leiga því miður hækkað þónokkuð mikið, en við erum enn að stefna að því að íbúðirnar verði umtalsvert ódýrari en gengur og gerist og vonandi bara sem næst 100 þúsund,“ segir Þórarinn. Upphaflegur tilgangur með byggingunni var að halda í starfsmenn og koma til móts við húsnæðiskrísu sem margir þeirra eru í. Stefán segir þetta enn eiga við, fullum fetum.Vilja gera lífið skemmtilegra „Við erum með 450 starfsmenn og það er mikil vöntun. Við erum með þónokkuð af útlendingum í vinnu, erlendu vinnuafli, og það er í alls konar húsnæði og við erum aðallega að gera þetta til að gera lífið aðeins skemmtilegra hjá fólki,“ segir Stefán. Þeir segja meginþorra íbúðanna ætlaðan starfsfólki IKEA, þó nokkrar gætu farið til tekjulágra hópa á borð við námsmenn. Þórarinn segir að íbúðunum sem eyrnamerktar eru IKEA fylgi óhjákvæmilega sú krafa að íbúar starfi á sama tíma hjá versluninni. Af því leiðir að þeir sem hætti störfum muni þurfa að flytja út. „Það er náttúrulega gefið eðlilegt svigrúm til að finna sér annað húsnæði þannig að ég sé ekki fyrir mér að neinum verði hent á götuna, en þetta hús er fyrst og fremst byggt til að koma til móts við þarfir starfsmanna minna. Þannig að mér finnst líklegt að það verði þannig að fólk missi húsnæðið á endanum þegar það hættir hjá okkur,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira