Stefna enn á 100 þúsund króna leiguverð Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. júlí 2018 20:00 Bygging íbúðarhúss í Urriðaholti fyrir starfsfólk IKEA er langt á veg kominn og vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í byrjun næsta árs. Framkvæmdastjórinn segir að þó leiguverð hafi hækkað nokkuð undanfarna mánuði verði vonandi hægt að leigja minnstu eignirnar út á um hundrað þúsund krónur á mánuði. Sagt var frá gangi mála í Morgunblaðinu í dag, en áformin um að byggja á fjórða tug hagkvæmra leiguíbúða voru kynnt vorið 2017. Byggingin er nú komin af teikniborðinu og yfir í fast form. Það kemur líklega fáum á óvart að á blokkinni eru gular hurðir og bláar rennur. „Það eru 34 íbúðir í húsinu, 25-60 fermetra. 25 fermetra íbúðirnar eru tuttugu talsins og eru í miðju húsinu og út við endana eru stærri íbúðir,“ segir Stefán R. Dagsson, verslunarstjóri IKEA.Leiguverð hækkað þónokkuð á tveimur árum Vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í febrúar 2019. Í upphaflegum áætlunum kvaðst Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, vona að ódýrustu eignirnar gætu leigst út á undir hundrað þúsund krónur á mánuði. „Frá því við fórum að tala um þetta fyrir tveimur árum síðan hefur leiga því miður hækkað þónokkuð mikið, en við erum enn að stefna að því að íbúðirnar verði umtalsvert ódýrari en gengur og gerist og vonandi bara sem næst 100 þúsund,“ segir Þórarinn. Upphaflegur tilgangur með byggingunni var að halda í starfsmenn og koma til móts við húsnæðiskrísu sem margir þeirra eru í. Stefán segir þetta enn eiga við, fullum fetum.Vilja gera lífið skemmtilegra „Við erum með 450 starfsmenn og það er mikil vöntun. Við erum með þónokkuð af útlendingum í vinnu, erlendu vinnuafli, og það er í alls konar húsnæði og við erum aðallega að gera þetta til að gera lífið aðeins skemmtilegra hjá fólki,“ segir Stefán. Þeir segja meginþorra íbúðanna ætlaðan starfsfólki IKEA, þó nokkrar gætu farið til tekjulágra hópa á borð við námsmenn. Þórarinn segir að íbúðunum sem eyrnamerktar eru IKEA fylgi óhjákvæmilega sú krafa að íbúar starfi á sama tíma hjá versluninni. Af því leiðir að þeir sem hætti störfum muni þurfa að flytja út. „Það er náttúrulega gefið eðlilegt svigrúm til að finna sér annað húsnæði þannig að ég sé ekki fyrir mér að neinum verði hent á götuna, en þetta hús er fyrst og fremst byggt til að koma til móts við þarfir starfsmanna minna. Þannig að mér finnst líklegt að það verði þannig að fólk missi húsnæðið á endanum þegar það hættir hjá okkur,“ segir Þórarinn. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Bygging íbúðarhúss í Urriðaholti fyrir starfsfólk IKEA er langt á veg kominn og vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í byrjun næsta árs. Framkvæmdastjórinn segir að þó leiguverð hafi hækkað nokkuð undanfarna mánuði verði vonandi hægt að leigja minnstu eignirnar út á um hundrað þúsund krónur á mánuði. Sagt var frá gangi mála í Morgunblaðinu í dag, en áformin um að byggja á fjórða tug hagkvæmra leiguíbúða voru kynnt vorið 2017. Byggingin er nú komin af teikniborðinu og yfir í fast form. Það kemur líklega fáum á óvart að á blokkinni eru gular hurðir og bláar rennur. „Það eru 34 íbúðir í húsinu, 25-60 fermetra. 25 fermetra íbúðirnar eru tuttugu talsins og eru í miðju húsinu og út við endana eru stærri íbúðir,“ segir Stefán R. Dagsson, verslunarstjóri IKEA.Leiguverð hækkað þónokkuð á tveimur árum Vonast er til að fyrstu íbúar geti flutt inn í febrúar 2019. Í upphaflegum áætlunum kvaðst Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, vona að ódýrustu eignirnar gætu leigst út á undir hundrað þúsund krónur á mánuði. „Frá því við fórum að tala um þetta fyrir tveimur árum síðan hefur leiga því miður hækkað þónokkuð mikið, en við erum enn að stefna að því að íbúðirnar verði umtalsvert ódýrari en gengur og gerist og vonandi bara sem næst 100 þúsund,“ segir Þórarinn. Upphaflegur tilgangur með byggingunni var að halda í starfsmenn og koma til móts við húsnæðiskrísu sem margir þeirra eru í. Stefán segir þetta enn eiga við, fullum fetum.Vilja gera lífið skemmtilegra „Við erum með 450 starfsmenn og það er mikil vöntun. Við erum með þónokkuð af útlendingum í vinnu, erlendu vinnuafli, og það er í alls konar húsnæði og við erum aðallega að gera þetta til að gera lífið aðeins skemmtilegra hjá fólki,“ segir Stefán. Þeir segja meginþorra íbúðanna ætlaðan starfsfólki IKEA, þó nokkrar gætu farið til tekjulágra hópa á borð við námsmenn. Þórarinn segir að íbúðunum sem eyrnamerktar eru IKEA fylgi óhjákvæmilega sú krafa að íbúar starfi á sama tíma hjá versluninni. Af því leiðir að þeir sem hætti störfum muni þurfa að flytja út. „Það er náttúrulega gefið eðlilegt svigrúm til að finna sér annað húsnæði þannig að ég sé ekki fyrir mér að neinum verði hent á götuna, en þetta hús er fyrst og fremst byggt til að koma til móts við þarfir starfsmanna minna. Þannig að mér finnst líklegt að það verði þannig að fólk missi húsnæðið á endanum þegar það hættir hjá okkur,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira