Þrjátíu tonna hveititankur Jóa Fel valt á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2018 15:08 Tankurinn er þrjátíu tonn. Ekkert hveiti fór á jörðina við veltuna en töluvert af glussa. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarson Þrjátíu tonna hveititankur valt þegar verið var að tæma hann fyrir utan bakaríið Hjá Guðna bakara, áður Guðnabakarí, á Selfossi í dag. Engin slys urðu á fólki en töluvert hreinsunarstarf tók á móti viðbragðsaðilum á vettvangi. Bakaríið er í eigu bakarans Jóhannesar Felixsonar. Að sögn Péturs Péturssonar hjá Brunavörnum Árnessýslu gaf sig tjakkur undir tankinum, sem féll við það á jörðina. Verið var að flytja hveiti úr tankinum yfir í bakaríið. „Það gaf sig tjakkur þegar verið var að koma hveitinu í bakaríið. Hann er semsagt reistur tjakkurinn og brotnar þannig að tankurinn fellur til hliðar af vörubílnum og lendir á jörðinni. Tankurinn er ónýtur en hveitið fór ekki úr honum.“ Um sextíu lítrar af glussa helltust hins vegar niður við veltuna og hreinsunarstarf stóð enn yfir á þriðja tímanum í dag, að sögn Péturs. Útkall vegna veltunnar barst Brunavörnum Árnessýslu rétt eftir hádegi og voru viðbragðsaðilar mættir á staðinn á nokkrum mínútum. Pétur segir mikla mildi að engin slys hafi orðið á fólki.Tankurinn er ónýtur eftir veltuna.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonTöluverðu magni af hveiti hafði þegar verið komið yfir í geymslur bakarísins áður en tankurinn valt. Pétur telur hins vegar að hveitið sem varð eftir í tankinum sé ónýtt. „Það var náttúrulega búið að koma þónokkru hveiti úr tankinum áður en hann valt. En tankurinn er það mikið skemmdur að það verður ekkert hægt að tæma úr honum frekar,“ segir Pétur. Ekki náðist í Jóhannes Felixson, betur þekktan sem Jóa Fel, við vinnslu þessarar fréttar. Jóhannes festi kaup á Guðnabakarí á Selfossi og Kökuvali á Hellu í fyrra. Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Þrjátíu tonna hveititankur valt þegar verið var að tæma hann fyrir utan bakaríið Hjá Guðna bakara, áður Guðnabakarí, á Selfossi í dag. Engin slys urðu á fólki en töluvert hreinsunarstarf tók á móti viðbragðsaðilum á vettvangi. Bakaríið er í eigu bakarans Jóhannesar Felixsonar. Að sögn Péturs Péturssonar hjá Brunavörnum Árnessýslu gaf sig tjakkur undir tankinum, sem féll við það á jörðina. Verið var að flytja hveiti úr tankinum yfir í bakaríið. „Það gaf sig tjakkur þegar verið var að koma hveitinu í bakaríið. Hann er semsagt reistur tjakkurinn og brotnar þannig að tankurinn fellur til hliðar af vörubílnum og lendir á jörðinni. Tankurinn er ónýtur en hveitið fór ekki úr honum.“ Um sextíu lítrar af glussa helltust hins vegar niður við veltuna og hreinsunarstarf stóð enn yfir á þriðja tímanum í dag, að sögn Péturs. Útkall vegna veltunnar barst Brunavörnum Árnessýslu rétt eftir hádegi og voru viðbragðsaðilar mættir á staðinn á nokkrum mínútum. Pétur segir mikla mildi að engin slys hafi orðið á fólki.Tankurinn er ónýtur eftir veltuna.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonTöluverðu magni af hveiti hafði þegar verið komið yfir í geymslur bakarísins áður en tankurinn valt. Pétur telur hins vegar að hveitið sem varð eftir í tankinum sé ónýtt. „Það var náttúrulega búið að koma þónokkru hveiti úr tankinum áður en hann valt. En tankurinn er það mikið skemmdur að það verður ekkert hægt að tæma úr honum frekar,“ segir Pétur. Ekki náðist í Jóhannes Felixson, betur þekktan sem Jóa Fel, við vinnslu þessarar fréttar. Jóhannes festi kaup á Guðnabakarí á Selfossi og Kökuvali á Hellu í fyrra.
Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira