Þrjátíu tonna hveititankur Jóa Fel valt á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2018 15:08 Tankurinn er þrjátíu tonn. Ekkert hveiti fór á jörðina við veltuna en töluvert af glussa. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarson Þrjátíu tonna hveititankur valt þegar verið var að tæma hann fyrir utan bakaríið Hjá Guðna bakara, áður Guðnabakarí, á Selfossi í dag. Engin slys urðu á fólki en töluvert hreinsunarstarf tók á móti viðbragðsaðilum á vettvangi. Bakaríið er í eigu bakarans Jóhannesar Felixsonar. Að sögn Péturs Péturssonar hjá Brunavörnum Árnessýslu gaf sig tjakkur undir tankinum, sem féll við það á jörðina. Verið var að flytja hveiti úr tankinum yfir í bakaríið. „Það gaf sig tjakkur þegar verið var að koma hveitinu í bakaríið. Hann er semsagt reistur tjakkurinn og brotnar þannig að tankurinn fellur til hliðar af vörubílnum og lendir á jörðinni. Tankurinn er ónýtur en hveitið fór ekki úr honum.“ Um sextíu lítrar af glussa helltust hins vegar niður við veltuna og hreinsunarstarf stóð enn yfir á þriðja tímanum í dag, að sögn Péturs. Útkall vegna veltunnar barst Brunavörnum Árnessýslu rétt eftir hádegi og voru viðbragðsaðilar mættir á staðinn á nokkrum mínútum. Pétur segir mikla mildi að engin slys hafi orðið á fólki.Tankurinn er ónýtur eftir veltuna.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonTöluverðu magni af hveiti hafði þegar verið komið yfir í geymslur bakarísins áður en tankurinn valt. Pétur telur hins vegar að hveitið sem varð eftir í tankinum sé ónýtt. „Það var náttúrulega búið að koma þónokkru hveiti úr tankinum áður en hann valt. En tankurinn er það mikið skemmdur að það verður ekkert hægt að tæma úr honum frekar,“ segir Pétur. Ekki náðist í Jóhannes Felixson, betur þekktan sem Jóa Fel, við vinnslu þessarar fréttar. Jóhannes festi kaup á Guðnabakarí á Selfossi og Kökuvali á Hellu í fyrra. Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Þrjátíu tonna hveititankur valt þegar verið var að tæma hann fyrir utan bakaríið Hjá Guðna bakara, áður Guðnabakarí, á Selfossi í dag. Engin slys urðu á fólki en töluvert hreinsunarstarf tók á móti viðbragðsaðilum á vettvangi. Bakaríið er í eigu bakarans Jóhannesar Felixsonar. Að sögn Péturs Péturssonar hjá Brunavörnum Árnessýslu gaf sig tjakkur undir tankinum, sem féll við það á jörðina. Verið var að flytja hveiti úr tankinum yfir í bakaríið. „Það gaf sig tjakkur þegar verið var að koma hveitinu í bakaríið. Hann er semsagt reistur tjakkurinn og brotnar þannig að tankurinn fellur til hliðar af vörubílnum og lendir á jörðinni. Tankurinn er ónýtur en hveitið fór ekki úr honum.“ Um sextíu lítrar af glussa helltust hins vegar niður við veltuna og hreinsunarstarf stóð enn yfir á þriðja tímanum í dag, að sögn Péturs. Útkall vegna veltunnar barst Brunavörnum Árnessýslu rétt eftir hádegi og voru viðbragðsaðilar mættir á staðinn á nokkrum mínútum. Pétur segir mikla mildi að engin slys hafi orðið á fólki.Tankurinn er ónýtur eftir veltuna.Vísir/magnús hlynur hreiðarssonTöluverðu magni af hveiti hafði þegar verið komið yfir í geymslur bakarísins áður en tankurinn valt. Pétur telur hins vegar að hveitið sem varð eftir í tankinum sé ónýtt. „Það var náttúrulega búið að koma þónokkru hveiti úr tankinum áður en hann valt. En tankurinn er það mikið skemmdur að það verður ekkert hægt að tæma úr honum frekar,“ segir Pétur. Ekki náðist í Jóhannes Felixson, betur þekktan sem Jóa Fel, við vinnslu þessarar fréttar. Jóhannes festi kaup á Guðnabakarí á Selfossi og Kökuvali á Hellu í fyrra.
Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira