Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júlí 2018 16:07 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, á fundinum á Þingvöllum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi fyrst frétt af komu Kjærsgaard á fundi forsætisnefndar Alþingis í ágúst í fyrra. Fréttablaðið/ANTON BRINK Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem bæði sat í forsætisnefnd fyrir og eftir síðustu alþingiskosningar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Nefndin hefði verið upplýst um fyrirætlanir forseta Alþingis í ágúst á síðasta ári. Fréttastofa undir höndum minnisblað um þingfund á Þingvöllum frá 4. ágúst 2017. Í fjórða lið samantektarinnar um mögulegt skipulag þingfundarins segir: „Fulltrúi erlendra gesta (forseti danska þjóðþingsins?) flytur kveðjur (5 mín.).“Guðjón segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi í fyrsta skiptið viðrað hugmyndina um aðkomu Kjærsgaard án þess þó að hafa staðfestingu frá danska þinginu um að Kjærsgaard hefði tök á því að mæta. Hlutverk hennar í dagskránni var síðan formlega kynnt á vef Alþingis í apríl eins og fram hefur komið. Aðspurður hvort einhver nefndarmanna hefði hreyft við mótmælum þegar hugmyndin var fyrst viðruð í forsætisnefnd svarar Guðjón því til að hann reki ekki minni til þess. „Ég held bara að hið almenna andrúmsloft hafi verið þannig að menn hafi bara ekki kveikt á þessu fyrr en svona seint,“ segir Guðjón sem tekur fram að Steingrímur hafi ekki dregið dul á það hver ætti í hlut. „Ég held það hafi verið fullur vilji og það hefði verið ágætur flötur á því að velja einhverja aðra leið ef menn hefðu farið tímanlega í það en það er auðvitað lögð þessi áhersla á að þetta er forseti þingsins, það er embættið sjálft sem er í forgrunninum en ekki þessi persóna en menn hafa þó sett í forgrunninn í allri umræðunni,“ segir Guðjón.Sú gagnrýni sem hefur verið uppi varðandi aðkomu Kjærsgaard snertir helst sjónarmið Íslendinga sem eru af erlendum uppruna og að það sé kannski ekki auðvelt að aðskilja annars vegar embætti Kjærsgaard og hins var persónu hennar og þá pólitík sem hún stendur fyrir og þá sér í lagi þegar um að ræða hátíð sem eigi að vera fyrir alla Íslendinga.„Jú já, menn geta ekki skilið þetta í sundur sem er kannski bara eðlilegt en svona er nú þetta. Þetta var rætt á nokkrum fundum en ég held að hann hafi ekki dregið dul á hver þetta væri, enda á það svo sem að vera öllum mönnum ljóst hver forseti þingsins er.“Hefðir þú gert athugasemdir ef þú hefðir „kveikt á perunni“?„Ég er náttúrulega undir sömu sök og aðrir með þetta, ég hefði auðvitað átt að vita og vissi hver þessi manneskja var en ég var einhvern veginn þarna á því að þetta væri forseti þingsins og úr því að það væri ákveðið að bjóða forseta þingsins að þá yrði svo að vera. En ég hefði auðvitað kosið að persóna með annan bakgrunn, sem kynnti önnur sjónarmið í þessum efnum, hefði komið. Ég held að það hefði verið hægt ef menn hefðu bara tekið umræðuna fyrr.“ Alþingi Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem bæði sat í forsætisnefnd fyrir og eftir síðustu alþingiskosningar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Nefndin hefði verið upplýst um fyrirætlanir forseta Alþingis í ágúst á síðasta ári. Fréttastofa undir höndum minnisblað um þingfund á Þingvöllum frá 4. ágúst 2017. Í fjórða lið samantektarinnar um mögulegt skipulag þingfundarins segir: „Fulltrúi erlendra gesta (forseti danska þjóðþingsins?) flytur kveðjur (5 mín.).“Guðjón segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi í fyrsta skiptið viðrað hugmyndina um aðkomu Kjærsgaard án þess þó að hafa staðfestingu frá danska þinginu um að Kjærsgaard hefði tök á því að mæta. Hlutverk hennar í dagskránni var síðan formlega kynnt á vef Alþingis í apríl eins og fram hefur komið. Aðspurður hvort einhver nefndarmanna hefði hreyft við mótmælum þegar hugmyndin var fyrst viðruð í forsætisnefnd svarar Guðjón því til að hann reki ekki minni til þess. „Ég held bara að hið almenna andrúmsloft hafi verið þannig að menn hafi bara ekki kveikt á þessu fyrr en svona seint,“ segir Guðjón sem tekur fram að Steingrímur hafi ekki dregið dul á það hver ætti í hlut. „Ég held það hafi verið fullur vilji og það hefði verið ágætur flötur á því að velja einhverja aðra leið ef menn hefðu farið tímanlega í það en það er auðvitað lögð þessi áhersla á að þetta er forseti þingsins, það er embættið sjálft sem er í forgrunninum en ekki þessi persóna en menn hafa þó sett í forgrunninn í allri umræðunni,“ segir Guðjón.Sú gagnrýni sem hefur verið uppi varðandi aðkomu Kjærsgaard snertir helst sjónarmið Íslendinga sem eru af erlendum uppruna og að það sé kannski ekki auðvelt að aðskilja annars vegar embætti Kjærsgaard og hins var persónu hennar og þá pólitík sem hún stendur fyrir og þá sér í lagi þegar um að ræða hátíð sem eigi að vera fyrir alla Íslendinga.„Jú já, menn geta ekki skilið þetta í sundur sem er kannski bara eðlilegt en svona er nú þetta. Þetta var rætt á nokkrum fundum en ég held að hann hafi ekki dregið dul á hver þetta væri, enda á það svo sem að vera öllum mönnum ljóst hver forseti þingsins er.“Hefðir þú gert athugasemdir ef þú hefðir „kveikt á perunni“?„Ég er náttúrulega undir sömu sök og aðrir með þetta, ég hefði auðvitað átt að vita og vissi hver þessi manneskja var en ég var einhvern veginn þarna á því að þetta væri forseti þingsins og úr því að það væri ákveðið að bjóða forseta þingsins að þá yrði svo að vera. En ég hefði auðvitað kosið að persóna með annan bakgrunn, sem kynnti önnur sjónarmið í þessum efnum, hefði komið. Ég held að það hefði verið hægt ef menn hefðu bara tekið umræðuna fyrr.“
Alþingi Tengdar fréttir Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44
Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00