Fyrirbyggjandi lyfjameðferð við HIV verður niðurgreidd hér á landi Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2018 19:59 Samheitalyf verður notað hérlendis og er kostnaður mánaðarskammts um 60 þúsund krónur. Vísir/Getty Heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt að niðurgreiða svokallaða PrEP-meðferð hérlendis, en meðferðin er talin ein öflugasta vörnin gegn HIV-smitum. Að loknu áhættumati geta einstaklingar nálgast lyfið endurgjaldslaust. PrEP-meðferðin felur í sér lyfjagjöf, en lyfið sem um ræðir heitir Truvada og er samblanda tveggja HIV-lyfja sem hafa verið notuð í áratugi. Meðferðin er fyrirbyggjandi og býðst aðeins fólki sem er ekki smitað af HIV en þykir vera í áhættuhópi, til að mynda menn sem stunda óvarið samkynja kynlíf eða sprautufíklar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir í samtali við Vísi að niðurgreiðslan hafi verið samþykkt nú í lok júní og fyrstu einstaklingar hafið meðferð í byrjun mánaðar. Lyfið er nokkuð kostnaðarsamt og eru dæmi um að einstaklingar hafi útvegað sér lyfið erlendis, en nú er það aðgengilegt og niðurgreitt að fullu.Von um að minnka smit innan áhættuhópanna Lyfið hefur reynst vel í prófunum og hafa rannsóknir sýnt fram á að meðferðin geti minnkað líkur á smiti um 90% eða meira og því eru þetta gleðitíðindi fyrir þá sem eiga í hættu á smiti. Þó að tíðni HIV-smita hafi lækkað almennt sé hún svipuð innan þessara umræddu áhættuhópa. Bryndís segir marga geta komið til greina fyrir PrEP-meðferðina en þeir sem hafa farið í gegnum áhættumat hingað til hafa oft skorað hátt og þótt vera í miklum áhættuhópi. Það beri á því á Vesturlöndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé gott að minna sé um hræðslu við smit, og því sífellt fleiri sem stundi óvarið kynlíf. Þá hefur lyfið einnig fengið góðar viðtökur vestanhafs en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur talað fyrir meðferðinni og vonast til þess að lyfið geti hjálpað að berjast gegn HIV-smitum. Hann segir mikilvægt að lyfið sé til boða þar sem margir kjósi að nota ekki smokk, og því verði að finna aðrar leiðir til að koma í veg fyrir smit. Heilbrigðismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt að niðurgreiða svokallaða PrEP-meðferð hérlendis, en meðferðin er talin ein öflugasta vörnin gegn HIV-smitum. Að loknu áhættumati geta einstaklingar nálgast lyfið endurgjaldslaust. PrEP-meðferðin felur í sér lyfjagjöf, en lyfið sem um ræðir heitir Truvada og er samblanda tveggja HIV-lyfja sem hafa verið notuð í áratugi. Meðferðin er fyrirbyggjandi og býðst aðeins fólki sem er ekki smitað af HIV en þykir vera í áhættuhópi, til að mynda menn sem stunda óvarið samkynja kynlíf eða sprautufíklar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir í samtali við Vísi að niðurgreiðslan hafi verið samþykkt nú í lok júní og fyrstu einstaklingar hafið meðferð í byrjun mánaðar. Lyfið er nokkuð kostnaðarsamt og eru dæmi um að einstaklingar hafi útvegað sér lyfið erlendis, en nú er það aðgengilegt og niðurgreitt að fullu.Von um að minnka smit innan áhættuhópanna Lyfið hefur reynst vel í prófunum og hafa rannsóknir sýnt fram á að meðferðin geti minnkað líkur á smiti um 90% eða meira og því eru þetta gleðitíðindi fyrir þá sem eiga í hættu á smiti. Þó að tíðni HIV-smita hafi lækkað almennt sé hún svipuð innan þessara umræddu áhættuhópa. Bryndís segir marga geta komið til greina fyrir PrEP-meðferðina en þeir sem hafa farið í gegnum áhættumat hingað til hafa oft skorað hátt og þótt vera í miklum áhættuhópi. Það beri á því á Vesturlöndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé gott að minna sé um hræðslu við smit, og því sífellt fleiri sem stundi óvarið kynlíf. Þá hefur lyfið einnig fengið góðar viðtökur vestanhafs en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur talað fyrir meðferðinni og vonast til þess að lyfið geti hjálpað að berjast gegn HIV-smitum. Hann segir mikilvægt að lyfið sé til boða þar sem margir kjósi að nota ekki smokk, og því verði að finna aðrar leiðir til að koma í veg fyrir smit.
Heilbrigðismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira