Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: „Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. júlí 2018 20:00 Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. Í 93. grein frumvarpsdraganna segir meðal annars að gera megi eiganda eða umráðamanni vélknúins ökutækis sekt ef ökutækið er notað við hraðakstursbrot eða akstur gegn rauðu ljósi, og brotið næst í löggæslumyndavél. Ekki er gerð krafa um neina þátttöku bíleigandans í brotinu.Ákvæðum af þessum toga farið fækkandi „Þetta eru svona ákvæði sem eru algjör undantekning í íslenskri refsilöggjöf og hefur farið fækkandi á síðustu árum, enda hafa nokkur ákvæði raunar ekki verið talin nægilega skýr svo unnt sé að byggja á þeim sem refsiheimild,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Við sem hagsmunasamtök getum bara ekki sætt okkur við að löggjafinn sé að setja reglur til að ná inn peningum frá röngum aðila,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarpsdrögin.Bíleigendur hafi virkt eftirlit með ökutæki sínu Ákvæðið er rökstutt með eins konar skilvirknissjónarmiðum, enda þurfi aðeins að ganga úr skugga um hver sé eigandi eða umráðamaður til að beita sektum. Þá segir einnig að að bíleigendum sé með þessu gert skylt að hafa virkt eftirlit með ökutækinu og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir lögbrot annarra. Jón Þór segir að þó slík ákvæði standist í sjálfu sér Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá virðist frumvarpið þarfnast nokkurrar endurskoðunar. „Aukinheldur finnst mér skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum eins og kemur fram í frumvarpsdrögunum að umráðamenn eða eigendur bifreiðar eigi að geta komið í veg fyrir brot annarra með því að lána þeim bifreiðina. Það er í raun ekkert skýrt hvernig það á að vera, er það bara með einföldu tiltali?“ segir Jón Þór.Bílaleigur taka skellinn Jóhannes bendir á að reglurnar bitni sérstaklega á bílaleigum, sem geta ekki einhliða rukkað ferðamenn um sektir – þegar þeir eru farnir úr landi - vegna reglna í kortaviðskiptum. Erfitt sé fyrir slík fyrirtæki að koma í veg fyrir lögbrot viðskiptavina. „Í hverjum einasta bíl hjá flestum bílaleigum, ef ekki öllum, eru upplýsingar um hraðatakmarkanir á Íslandi. Það er öllum ljóst sem tekið hafa ökupróf að þeim skal fylgja, það er ekkert öðruvísi á Íslandi heldur en annars staðar. Þannig að þetta eru skringilegar ástæður,“ segir Jóhannes. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. Í 93. grein frumvarpsdraganna segir meðal annars að gera megi eiganda eða umráðamanni vélknúins ökutækis sekt ef ökutækið er notað við hraðakstursbrot eða akstur gegn rauðu ljósi, og brotið næst í löggæslumyndavél. Ekki er gerð krafa um neina þátttöku bíleigandans í brotinu.Ákvæðum af þessum toga farið fækkandi „Þetta eru svona ákvæði sem eru algjör undantekning í íslenskri refsilöggjöf og hefur farið fækkandi á síðustu árum, enda hafa nokkur ákvæði raunar ekki verið talin nægilega skýr svo unnt sé að byggja á þeim sem refsiheimild,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Við sem hagsmunasamtök getum bara ekki sætt okkur við að löggjafinn sé að setja reglur til að ná inn peningum frá röngum aðila,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarpsdrögin.Bíleigendur hafi virkt eftirlit með ökutæki sínu Ákvæðið er rökstutt með eins konar skilvirknissjónarmiðum, enda þurfi aðeins að ganga úr skugga um hver sé eigandi eða umráðamaður til að beita sektum. Þá segir einnig að að bíleigendum sé með þessu gert skylt að hafa virkt eftirlit með ökutækinu og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir lögbrot annarra. Jón Þór segir að þó slík ákvæði standist í sjálfu sér Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá virðist frumvarpið þarfnast nokkurrar endurskoðunar. „Aukinheldur finnst mér skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum eins og kemur fram í frumvarpsdrögunum að umráðamenn eða eigendur bifreiðar eigi að geta komið í veg fyrir brot annarra með því að lána þeim bifreiðina. Það er í raun ekkert skýrt hvernig það á að vera, er það bara með einföldu tiltali?“ segir Jón Þór.Bílaleigur taka skellinn Jóhannes bendir á að reglurnar bitni sérstaklega á bílaleigum, sem geta ekki einhliða rukkað ferðamenn um sektir – þegar þeir eru farnir úr landi - vegna reglna í kortaviðskiptum. Erfitt sé fyrir slík fyrirtæki að koma í veg fyrir lögbrot viðskiptavina. „Í hverjum einasta bíl hjá flestum bílaleigum, ef ekki öllum, eru upplýsingar um hraðatakmarkanir á Íslandi. Það er öllum ljóst sem tekið hafa ökupróf að þeim skal fylgja, það er ekkert öðruvísi á Íslandi heldur en annars staðar. Þannig að þetta eru skringilegar ástæður,“ segir Jóhannes.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira