Pepsi-mörkin: Keflavík að ganga í gegnum helvíti Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 12:00 Keflvíkingar eru enn án sigurs í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir 3-0 tap gegn Grindavík í gærkvöldi í lokaleik 13. umferðar. Keflavík er með þrjú stig eftir þrettán leiki. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport, spurði sérfræðinga sína Reyni Leósson og Frey Alexandersson í þætti gærkvöldsins hvort einhver í þessu liði væri hreinlega nógu góður fyrir deildina. „Það eru nokkrir leikmenn í liðinu sem eru nógu góðir fyrir Pepsi-deildina en það eru líka fullt af strákum þarna sem eru ekki tilbúnir og það er verið að blóðga þá,“ svaraði Freyr Alexandersson. „Þeir eru að ganga í gegnum helvíti. Það er bara þannig. Það gengur ekkert upp, þeir eru svo gott sem fallnir og ekki búnir að skora mark síðan 4. júní.“ Freyr sagði ósanngjarnt að meta hvern og einn leikmann í þessu liði miðað við það sem er í gangi en Suðurnesjamenn verða að fara að rífa sig í gang. „Það er ekki hægt að dæma einstaklingana í þessu liði því akkurat núna er þetta ekkert lið. Það sem að Eysteinn er að reyna að gera er að búa til betra lið og að reyna að fá samfélagið með sér,“ sagði Freyr. „Það skiptir máli því Keflavík er stolt samfélag og þeir verða að fara út úr þessu móti með stolti hvort sem að þeir haldi sér uppi eða ekki.“ Reynir Leósson tók undir með Frey en finnst þó algjört lágmark að Keflavíkurliðið sýni baráttuanda. Það er það minnsta sem hægt er að gera miðað við hvernig staðan er. „Eitt finnst mér vanta. Þú getur alltaf sett hjarta í þetta á vellinum. Keflavík er aldrei að fara að bjarga sér og er ekki að fara að vinna marga leiki í sumar. Mér finnst vanta hjarta og baráttu. Ef þeir koma með það inn á völlinn geta þeir gengið svona sæmilega stoltir frá borði,“ sagði Reynir Leósson. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn "Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur.“ 23. júlí 2018 21:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Keflvíkingar eru enn án sigurs í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir 3-0 tap gegn Grindavík í gærkvöldi í lokaleik 13. umferðar. Keflavík er með þrjú stig eftir þrettán leiki. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport, spurði sérfræðinga sína Reyni Leósson og Frey Alexandersson í þætti gærkvöldsins hvort einhver í þessu liði væri hreinlega nógu góður fyrir deildina. „Það eru nokkrir leikmenn í liðinu sem eru nógu góðir fyrir Pepsi-deildina en það eru líka fullt af strákum þarna sem eru ekki tilbúnir og það er verið að blóðga þá,“ svaraði Freyr Alexandersson. „Þeir eru að ganga í gegnum helvíti. Það er bara þannig. Það gengur ekkert upp, þeir eru svo gott sem fallnir og ekki búnir að skora mark síðan 4. júní.“ Freyr sagði ósanngjarnt að meta hvern og einn leikmann í þessu liði miðað við það sem er í gangi en Suðurnesjamenn verða að fara að rífa sig í gang. „Það er ekki hægt að dæma einstaklingana í þessu liði því akkurat núna er þetta ekkert lið. Það sem að Eysteinn er að reyna að gera er að búa til betra lið og að reyna að fá samfélagið með sér,“ sagði Freyr. „Það skiptir máli því Keflavík er stolt samfélag og þeir verða að fara út úr þessu móti með stolti hvort sem að þeir haldi sér uppi eða ekki.“ Reynir Leósson tók undir með Frey en finnst þó algjört lágmark að Keflavíkurliðið sýni baráttuanda. Það er það minnsta sem hægt er að gera miðað við hvernig staðan er. „Eitt finnst mér vanta. Þú getur alltaf sett hjarta í þetta á vellinum. Keflavík er aldrei að fara að bjarga sér og er ekki að fara að vinna marga leiki í sumar. Mér finnst vanta hjarta og baráttu. Ef þeir koma með það inn á völlinn geta þeir gengið svona sæmilega stoltir frá borði,“ sagði Reynir Leósson. Alla umræðuna má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn "Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur.“ 23. júlí 2018 21:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30
Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn "Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur.“ 23. júlí 2018 21:45