Innlent

LungA á Seyðisfirði gekk heilt yfir vel að sögn lögreglu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hátíðin LungA er haldin árlega á Seyðisfirði.
Hátíðin LungA er haldin árlega á Seyðisfirði. vísir/getty

Hjalti Axelsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Egilsstöðum, segir að heilt yfir hafi listahátíðin LungA sem fram fór á Seyðisfirði í síðustu viku og um helgina gengið vel.



Tvö fíkniefnamál komu upp þar sem neysluskammtar voru gerðir upptækir og þá voru tvær líkamsárásir tilkynntar til lögreglu en Hjalti segir að hvorug líkamsárásin hefur verið kærð til lögreglu.



Spurður út í það hversu margir hafi verið í bænum um helgina þegar hátíðin náði hámarki sínu segir Hjalti að lögreglan viti að það voru 800 miðar seldir á tónleika sem voru í bænum á föstudags- og laugardagskvöld.



„Þannig að við vorum að skjóta á að það hafi verið um 1200 manns í bænum um helgina,“ segir Hjalti.



Hann segir verkefni lögreglu sem tengdust LungA hafi verið alls um 40 talsins, mest aðstoðarbeiðnir og tilkynningar um pústra.



Þá segir Hjalti að enginn hafi verið tekinn fyrir akstur undir áhrifum.



„Við vitum að það er bara ein leið inn og út úr Seyðisfirði. Við vorum með mikið og gott eftirlit alla helgina og ætli við höfum ekki boðið á annað hundrað manns að blása áður en lagt var af stað,“ segir Hjalti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×