Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2018 20:15 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB Skjáskot úr frétt Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang á umferð á ytri hring. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum en einu lögin sem kveða á um hringtorg eru þess efnis að ekki megi leggja á þeim. Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring.Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang.Skjáskot úr fréttFramkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að betra væri ef reglur væru þær sömu og í nágrannalöndum okkar þar sem ytri hringur hefur forgang. „Víða í nágrannalöndum okkar eru aðrar reglur. Þá er hinn hægri réttur þannig að ytri hringurinn á réttinn gagnvart innri hring þegar farið er úr hringtorgi. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er í sambandi við hægri réttinn í umferð að forgangurinn sé hægra megin,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá SjóváSkjáskot úr fréttSérfræðingur í ökutækjatjónum segir nauðsynlegt að lögfesta forgangsreglu þrátt fyrir að slys í hringtorgum séu óalgeng. Þá segir hann ekki skipta höfuðmáli hvort innri eða ytri hringur njóti forgangs. „Við erum ekki með skoðun á því hvort æskilegra sé að innri eða ytri hringur hringtorga njóti forgangs. Það er nauðsynlegt að setja lög um forganginn svo þetta valdi sem minnstum misskilning,“ segir Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá Sjóvá. Runólfur segir að í ljósi fjölgunar ferðamanna sé tími til kominn að samræma reglur því sem tíðkast erlendis. „Við verðum að athuga það að 20-30 prósent af aðilum í umferðinni á Íslandi eru erlendir ferðamenn og erlendir aðilar sem þekkja þessa hægri reglu í hringtorgum. Ég held að það væri til góðs að við myndum aðlagast þessum reglum nágrannalanda okkar. Ég treysti þjóðinni fullkomlega til þess, þar sem okkur tókst að skipta yfir í hægri umferð árið 1968. Við eigum að geta skipt um áherslur í hringtorgum með sama hætti, með réttum kynningum og áróðri,“ segir Runólfur. Samgöngur Tengdar fréttir Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang á umferð á ytri hring. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum en einu lögin sem kveða á um hringtorg eru þess efnis að ekki megi leggja á þeim. Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring.Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang.Skjáskot úr fréttFramkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að betra væri ef reglur væru þær sömu og í nágrannalöndum okkar þar sem ytri hringur hefur forgang. „Víða í nágrannalöndum okkar eru aðrar reglur. Þá er hinn hægri réttur þannig að ytri hringurinn á réttinn gagnvart innri hring þegar farið er úr hringtorgi. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er í sambandi við hægri réttinn í umferð að forgangurinn sé hægra megin,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá SjóváSkjáskot úr fréttSérfræðingur í ökutækjatjónum segir nauðsynlegt að lögfesta forgangsreglu þrátt fyrir að slys í hringtorgum séu óalgeng. Þá segir hann ekki skipta höfuðmáli hvort innri eða ytri hringur njóti forgangs. „Við erum ekki með skoðun á því hvort æskilegra sé að innri eða ytri hringur hringtorga njóti forgangs. Það er nauðsynlegt að setja lög um forganginn svo þetta valdi sem minnstum misskilning,“ segir Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá Sjóvá. Runólfur segir að í ljósi fjölgunar ferðamanna sé tími til kominn að samræma reglur því sem tíðkast erlendis. „Við verðum að athuga það að 20-30 prósent af aðilum í umferðinni á Íslandi eru erlendir ferðamenn og erlendir aðilar sem þekkja þessa hægri reglu í hringtorgum. Ég held að það væri til góðs að við myndum aðlagast þessum reglum nágrannalanda okkar. Ég treysti þjóðinni fullkomlega til þess, þar sem okkur tókst að skipta yfir í hægri umferð árið 1968. Við eigum að geta skipt um áherslur í hringtorgum með sama hætti, með réttum kynningum og áróðri,“ segir Runólfur.
Samgöngur Tengdar fréttir Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00